Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 99
-91-
geislasveppum, en þeir lifa í sambýli við elrið og vinna nitur úr loftinu. í ljós
hefur komið að í grasrótarmold virðast vera sveppir sem mynda virk hnýði, en lítið
er af þeim og tekur smitun því langan tíma. Betri árangur gefur að smita elrið
markvisst í uppeldinu. í melamold er aftur á móti ekkert smit og smitun í
uppeldinu er því algjör forsenda þess að útplöntun elris í slíkan jarðveg lánist
(Halldór Sverrisson, munnl. heimildir).
6. tafla. Árleg útbreiösla, uppskera og niturnám íslenskra hvitsmárahnausa sem
plantað var i gróðurlaust, óáborið land á Keldnaholti sumarið 1981.
Ár Skrið jaðars sm Flatarmál m2 Uppskera hkg þe./ha Niturnám kg N/ha
1981 8 0,04
1982 7 0,15
1983 5 0,25 20,6
1984 15 0,76 13,1 28
1985 3 0,91 14,9 22
1986 8 1,33 16,0 36
1987 9 1,87 18,7 28
Markviss leit er nú hafin að öðrum niturbindandi tegundum sem til greina gætu
komið hér á Iandi. Verður leitað fanga bæði í vestri, m.a. Alaska, og austri.
Tíminn einn leiðir svo í ljós hver árangur slíks átaks verður.
EFTIRMÁLI
Verkefni þau sem hér hefur verið fjallað um eru að hluta til fjármögnuð af
Landgræðsluáætlun og Rannsóknasjóði Rannsóknaráðs ríkisins.
HEIMILDIR
Andrés Arnalds, 1988. Belgjurtir til landgræðslu. Freyr 84: 664-667.
Áslaug Helgadóttir (ritstjóri), 1986. Nýting belgjurta á íslandi. Fjölrit RALA nr.
121: 108 bls.
Caradus, J.R., 1986. World checklist of white clover varieties. New Zealand
Journal of Experimental Agriculture 14: 119-164.
Frame, J. & Newbould, P., 1986. Agronomy of white clover. Advances in
Agronomy 40: 1-88.