Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 102
-94-
1. tafla. Uppskera, prótínhlutfall og útreiknað nitur á hektara í ofanjarðarvexti
lúpínunnar árið 1987 i 8 ára gamalli lúpinubreiðu á Korpu. (Óbirtar
tölur, fengnar hjá Snorra Baldurssyni og Borgþór Magnússyni).
Dagur Uppskera t/ha % Prótín kg N/ha
1/6 1,16 29,66 55
22/6 3,51 16,56 93
13/7 5,81 15,86 145
6/8 5,99 14,72 145
26/8 7,76 12,45 155
í 1. töflu kemur fram að uppskera lúpínunnar vex allt sumarið en níturinnihald
vex lítið eftir miðjan júlí, en þá er það um 150 kg/ha. Niðurstöður þessar benda til að
lúpína í svona gamalli breiðu minnki níturnám þegar kemur fram á sumarið. Ekki er
óeðlilegt að gera ráð fyrir einhverjum mettunaráhrifum, þannig að lúpínan dragi úr
níturbindingunni þegar níturinnihald er orðið nægilega hátt.
Út frá 1. töflu, svo og öðrum mæliniðurstöðum, má áætla að þegar lúpinan er
komin í fulla stærð, innihaldi hún um 150 kg N/ha í blöðum auk þess sem er í
rótum. Þessari uppskeru nær lúpínan á 3-4 árum. Nærri allt þetta nítur er fengið úr
lofti (Friðrik Pálmason, munnl. uppl.). Á þessum árum tapar hún einhverju nítri út í
umhverfið og er því ekki óeðlilegt að reikna með að meðalníturbinding sé alla vega 50
kg N/ha/ári. Til samanburðar má einnig nefna að níturbinding hjá einærum lúpínum
hefur verið mæld (Friðrik Pálmason, 1986) en sú planta notar sömu tegund af
bakteríum og sú fjölæra. Níturbinding hennar er breytileg milli ára eða frá nærri
engu og upp í 214 kg N/ha. Gera má ráð fyrir að níturbinding hjá fjölærum plöntum
sveiflist minna en hjá einærum.
ÁBURÐARÞÖRF
Gerðar hafa verið tilraunir með að bera á lúpínu og í ljós hefur komið að hún svarar
illa áburði.
í áburðartilraun sem gerð var 1979 (Andrés Arnalds og Þorvaldur Örn Árnason,
1979) hafði áburðargjöf á lúpínu á fyrsta ári engin áhrif, hvorki á plöntuvöxt né
hnúðamyndun, þegar skammtarnir 100 og 200 kg N/ha, 43,7 og 87,4 kg P/ha og 58,1
og 124,5 kg K/ha voru reyndir.
Árið 1987 var reynd fosfór- og kalígjöf á eins árs gamla lúpínuakra og voru
skammtarnir 30 og 50 kg P og K/ha reyndir og þeir höfðu hvorki áhrif á vöxt né
fræmyndun plantnanna.