Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 104
-96-
erfiðleika eins og hann kemur fyrir og afköstin geta verið um 0,5 hektarar á
klukkutíma. En ef hann er þéttur er mikill kostur að eyða blöðum lúpínunnar fyrir
frætökuna. Það verður best gert með því að úða hana 2-4 dögum fyrir slátt með
blaðfellingarefninu (illgresiseyðinum) diquat-dibromid (Reglone). Með efni þessu má
fella blöð án þess að stönglar eða fræbelgir skaðist. Efnið verkar það fljótt að hægt
er að hafa hliðsjón af veðurspá þegar úðað er, því að fræið verður aðeins tekið í þurru
veðri. Við tilraunir hefur komið í ljós að hæfilegt er að nota um 0,5 kg/ha af virku
efni og jafnframt hafa eftirfarandi þætti í huga: Stór skammtur drepur blöðin fyrr
en lítill skammtur. Þurrkur eftir úðun flýtir verkun. Ef úðað er undir miklum
þrýstingi á dælu (5 kg/cm2) verkar efnið betur en ef úðað er með lágum þrýstingi ( 2
kg/cm2) því að við háan þrýsting i dælu myndast fínni úði en ef þrýstingur er lítill.
(Hins vegar berst úðinn þá mikið með vindi og er því oft ekki hægt að úða með háum
þrýstingi).
Þegar úðað er með diquat-dibromid á að gera það snemma dags á meðan að streymi
í sáldæð lúpínunnar er lítið, því að annars er hætta á að efnið berist með
sáldæðaflutningi til róta og fræja og drepi hvort tveggja. Með því að nota 12 m
breiða úðadælu er hægt að úða um 1 ha/klst.
Þegar að fræið er tekið með þessum hætti er þurrefnisinnihald þess 55-75% og því
þarf að þurrka það strax, annars hitnar í því. Þurrka má fræið í súgþurrkun en best
er að hita loftið eitthvað.
Fræuppskera hefur verið mæld árin 1987 og 1988. Sumarið 1987 var lúpína í
gömlum breiðum slegin og var uppskeran í 8 ára gamalli breiðu á Korpu 59 kg/ha og
í misgömlum breiðum á Skógasandi var uppskeran 66 kg/ha. Sumarið 1988 var fyrsti
eiginlegi fræakurinn sleginn. Það var akur sem sáð var til 1986 á Stórólfsvöllum í
Hvolhreppi. Uppskera hans var um 90 kg/ha. Þess ber þó að geta að í engum tilfellum
náðist nema hluti af fræjunum því að lúpínan þroskar og fellir fræ á alllöngum tíma
og er því hluti fræjana fallin af plöntunni þegar slegið er og hluti vanþroska. í
framtíðinni er því þörf á að velja fyrir jafnari fræþroska.
UPPSKERA
Lúpínan er uppskerumikil planta þegar að hún hefur náð fullri stærð en henni nær
hún á 3-4 árum. Uppskeran er oft um 6 tonn/ha eða meira (Andrés Arnalds og Ólafur
Guðmundsson, 1979). í sláttutilraun á Korpu 1987 var uppskeran í lok ágúst 7,67
tonn/ha með 12,45% prótininnihaldi (1. tafla) og árið 1988 var uppskeran 6,78
tonn/ha (Borgþór Magnússon, óbirtar niðurstöður).
Ekki er enn ljóst hvernig best má nýta hina miklu uppskeru lúpínunnar.
Samkvæmt mælingum sem gerðar voru á Rala (Derrek Mundell, 1979) er magn
beiskjuefna (beiskjuefni=alkalóíðar, sem eru nokkuð stór lífræn mólikúl og innihalda
nítur atóm) í lúpínunni hæst í byrjun vaxtartímans þegar stærsti hluti hennar eru