Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 105
-97-
nývaxin blöð, en fellur þegar líður á sumarið. Fræ eru talin vera með mikið af þessum
efnum eða um 1%. Samkvæmt munnlegum upplýsingum frá Dr. Plarre, Berlínarháskóla,
er algengt að magn beiskjuefna í villtum lúpínum sé um 4%, þannig að alaskalúpínan
er e.t.v eitthvað minna eitruð en margar aðrar lúpínutegundir.
BEIT
Lúpínunni er haldið niðri með beit hér á landi þar sem grasbítar komast í hana.
Reynsla er fyrir því að fé sækir í lúpínuna fyrst á vorin, en þá virðist hún ekki
þola neina beit (Sveinn Runólfsson, munnlegar uppl.). Einn þáttur í nýtingu
lúpínunar gæti því verið að nýta hana til beitar seinni part sumars. Við tilraunir sem
gerðar voru 1979 með beit tveggja geldáa og fjögurra sauða i Heiðmörk (Andrés
Arnalds og Ólafur Guðmundsson, 1979) kom í ljós að lúpínan var einkum bitin seinni
hluta sumars og eftir fræfall hennar i september var talið að um 75% af fóðri fjárins
væri lúpína.
Einnig kom í ljós að féð valdi úr einstakar plöntur framan af sumri en snerti
varla á öðrum, sem bendir til að um breytileika i innihaldi beiskjuefna sé að ræða.
önnur áin fékk "lúpínuveiki" í septemberbyrjun sem þó virtist ekki há henni
mikið. Meðalþynging var 6,4 kg á beitartímanum (26/7-27/9) eða 69 g/dag og föll
voru eðlileg.
Tilraun þessi gefur vonir um að hægt sé að nýta lúpínuna til haustbeitar að
einhverju marki og ef hægt verður að rækta úr henni beiskjuefnin mun gildi hennar
sem beitarplöntu aukast, en sumarið 1988 var, hjá Rala, byrjað að leita að
beiskjuefnalausum plöntum.
Þar sem lúpína hefur verið í nokkur ár verður talsverður grasvöxtur inni í
breiðunni, sérstaklega vallarsveifgras (Halldór Þorgeirsson, 1979) og reikna má með að
grasvöxtinn megi alla vega nýta til beitar, ásamt hluta lúpínunnar, því að fé hagar
plöntuvali sínu þannig, að magn beiskjuefna fer ekki yfir hættuleg mörk, ef völ er á
öðru (Andrés Arnalds og Ólafur Guðmundsson, 1979).
Áformuð er beitartilraun þar sem þýðing lúpínunnar í blöndu með öðrum gróðri
verður könnuð.
SLÁTTUR
Við tilraunir með að slá lúpínuna á mismunandi tímum hefur komið í ljós að hún þolir
illa slátt um mitt sumar. í sláttutilraun á Korpu 1987 (Borgþór Magnússon, óbirtar
niðurstöður) kom í ljós að lúpínan þoldi vorslátt og síðsumarslátt en þoldi ekki slátt
seinni hluta júní.
EYÐING LÚPÍNU
Gerðar hafa verið tilraunir með að eyða lúpínu með illgresiseyðum. Efnin 2,4-D,