Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 110
-102-
grónu landi. Koma þar til bæði hagnýt og fagurfræðileg sjónarmið. Birki hefur verið
notað til skjóls og fegurðarauka við híbýli manna og gildi íslenskra birkiskóga er
ótvírætt með tilliti til útivistar og ferðamennsku.
Þegar koma á upp birki kemur einkum til greina að gera það með sáningu og
plöntun, en einnig með því að efla náttúrlegt landnám birkis, sem nú á sér víða stað
á landinu. Hér á eftir verður fjallað stuttlega um þá möguleika sem virðast einna
álitlegastir í þessu sambandi.
Sjál/grœðsla og sáning í hálfgróið land
Gera má ráð fyrir að koma megi birki til með sáningu í hálfgróið eða illa gróið land
og hefur nokkur reynsla fengist hér á landi af sáningu birkis við slíkar aðstæður. Má
þar nefna Gunnlaugsskóg við Gunnarsholt á Rangárvöllum, en hann óx upp af
birkifræi sem sáð var fyrir rúmlega 40 árum. í upphafi var fræi dreift á um 150 m2
við brún Vesturhrauns (Sveinn Runólfsson, munnlegar upplýsingar) en birkið hefur
síðan breiðst mikið út með sjálfsáningu, bæði lengra upp á hraunið, og einnig út á
hálfdeiga mýri vestan við hraunbrúnina. Birki er þarna enn að breiðast út, einkum
uppi á hrauninu og telja verður, að árangur af þessari sáningu hafi verið góður.
Einnig má ætla, að friðun á hálfgrónu landi í nágrenni skógarleifa geti leitt til
útbreiðslu birkis vegna sjálfsáningar. Slíkar aðgerðir ættu að vera fremur ódýrar, en
miklu skiptir að spírunar- og vaxtarskilyrði birkis séu hentug á því landi sem tekið
er til meðferðar í þessu skyni.
Sáning i gróið land
Sinubruni-sáning. Það hefur lengi tíðkast að brenna lyng, mosa og sinu til að bæta
beitiland í móum og mýrum og talið er að birkiskógur hafi víða verið brenndur á
landnámsöld til að auka frjósemi jarðvegs. Erlendis kvikna sinu- og skógareldar alloft
vegna eldinga og eru slík fyrirbrigði talin hafa mikla þýðingu fyrir endurnýjun og
viðhald skóga. Við bruna eyðist svörður; einkum er það mosalagið sem eyðist, en
jafnframt losnar um ýmis næringarefni sem bundin eru í gróðrinum. Eftir sinubruna
verður yfirborð svart og hitnar því meira en óbrennd svæði. Frosthreyfingar í
yfirborði eru trúlega mun minni á brenndum svæðum, en þar sem jarðvegur er
algerlega án svarðar og því sennilega lítil hætta á að ungar plöntur lyftist upp af
þeim ástæðum. Rannsóknir á áhrifum sinubruna á landnám birkis hafa ekki verið
gerðar hér á landi, en margt bendir til, að með sinubruna megi skapa hentug
spírunar- og vaxtarskilyrði fyrir birki.
Beit-sáning-friðun. Ljóst er, að hér á landi kemur mikil sauðfjárbeit algerlega í veg
fyrir að birki geti komist upp af fræi. Flestir hafa bent á neikvæð áhrif beitar, svo
sem skemmdir á trjám og að beit hindri eðlilega endurnýjun, þar sem ungum plöntum