Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 111
-103-
er annað hvort haldið niðri eða þær hreinlega étnar í hel. Beitinni fylgja þó ekki
eingöngu neikvæð áhrif, því hún getur verið jákvæð fyrir landnám og endurnýjun
trjáa. Á algrónu landi skapar beit skilyrði fyrir spírun fræja (Miles og Kinnaird,
1979a, 1979b). Beitin viðheldur þunnum sverði, þykkt mosa og sinu verður minni en á
óbeittu landi og sár myndast í svörðin vegna traðks.
Þar sem ekki er hætta á rofi, svo sem á framræstu hallalitlu mýrlendi, mætti
hugsanlega koma upp birki með góðum árangri í grónu landi með hjálp beitardýra.
Landið yrði þá beitt allmikið um nokkurt skeið, eða þar til svarðlag væri farið að
þynnast verulega og sár komin í svörð. Þá yrði sáð í það og landið síðan friðað. í
þessu sambandi er trúlega heppilegt að nota hross, því þau bíta mjög nálægt sverði
og traðk þeirra myndar opnur í gróðurþekju þar sem land er þungbeitt (Borgþór
Magnússon og Sigurður H. Magnússon).
Jarðvinnsla-sáning. Hér á landi hefur verið sýnt fram á, að ná má góðum árangri með
sáningu birkis í gróna jörð að undangenginni jarðvinnslu, en allmikill áhugi var á
þessu, einkum á fyrri hluta þessarar aldar. Sú aðferð sem einna mest var notuð fólst
í því, að rist voru grunn sár í svörðinn með torfljá og birkifræi síðan sáð í sárin
(Hákon Bjarnason, 1979). Einnig hefur verið beitt stórvirkari aðferðum í þessu skyni.
Má t.d. nefna sáningu birkis við heimreiðina að Haukadal í Biskupstungum. Haustið
1939 var landið plægt og herfað, en ekki var sáð í það fyrr en í apríl 1941 og var
þá landið hálfgróið (Hákon Bjarnason, 1979). Sáningin tókst vel og er birkilundurinn,
sem þarna er nú, til vitnis um það.
Húðun frœs
Á svæðum þar sem of lítill raki hindrar spírun er hugsanlegt að ná megi betri
árangri ef sáð er húðuðum fræjum, en nýlega hafa opnast möguleikar á að húða ýmsar
tegundir fræja hjá Landgræðslu rlkisins 1 Gunnarsholti.
Plöntun
Sú aðferð sem mest hefur verið notuð við að koma upp birki hér á landi er plöntun
og árlega hefur verið plantað verulegum fjölda plantna. Samkvæmt upplýsingum frá
Þorsteini Tómassyni (1989) hafa Skógrækt ríkisins og skógræktarfélögin plantað að
meðaltali um 90 þúsund birkiplöntum árlega síðastliðin 40 ár og er það um 17% af öllu
því sem plantað hefur verið á vegum þessara aðila á þessum tíma. Uppeldi
trjáplantnanna hefur yfirleitt farið fram með þeim hætti, að sáð hefur verið til birkis
við góð hita- og rakaskilyrði innanhúss og plönturnar síðan aldar upp í gróðurhúsi.
Þeim hefur síðan verið plantað út eftir að hafa verið hertar um nokkurt skeið
utanhúss. Nú er fyrir hendi allmikil reynsla á þessu sviði hjá Skógrækt rikisins,
skógræktarfélögum og einstaklingum. Uppeldi trjáplantna er dýrt, en með plöntun má