Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 112
-104-
komast hjá ýmsum þeim ókostum sem fylgja sáningu úti í náttúrunni.
Við sáningu úti í náttúrunni má reikna með miklum afföllum á fyrsta ári eins og
lýst var að framan. Miklar líkur eru á, að þær plöntur sem ræktaðar eru í
gróðrarstöðvum hafi myndað svepprót við útplöntun vegna nærveru réttra sveppa í
gamalgrónum stöðvum. Einnig má gera ráð fyrir, að með plöntun megi koma birki upp
í mun fjölbreyttara landi en með sáningu, vegna þess að vaxtarskilyrði geta verið
heppileg fyrir ungar birkiplöntur þótt spírunarskilyrði séu ekki fyrir hendi.
RANNSÓKNIR
Hér að framan hefur verið bent á nokkrar leiðir sem hugsanlega má fara til að koma
upp birki við mismunandi aðstæður, en í raun er þekking á þessu af skornum
skammti. Haustið 1987 hóf því Rannsóknastofnun landbúnaðarins, í samvinnu við
Skógrækt ríkisins og Landgræðslu ríkisins, rannsóknir sem miða að því að afla
upplýsinga um nýliðun birkis af fræi. Eru þar könnuð fyrstu stig í landnámsferli
birkis, bæði við náttúlegar aðstæður og með tilraunum þar sem umhverfinu er að hluta
til breytt. Beinast rannsóknirnar einkum að áhrifum svarðar og jarðvegs á nýliðun.
Gerðar eru tilraunir með sáningu í mismunandi svörð á ólíkum tímum og m.a. fylgst
með spírun, vexti og afföllum kímplantna og reynt að fá fram, hverjar eru helstu
orsakir kímplöntudauða.
Tilraunirnar eru gerðar við skógarjaðra á Rangárvöllum og eru nú í gangi tilraunir
á fimm stöðum. Um er að ræða hálfgróinn mel, þursaskeggsmóa, grámosaþembu með
stinnastör, hálfgróið hraun og mýrarjaðar. Tilraunirnar eru flokkatilraunir, þar sem
prófaðar eru sex meðferðir með fimm endurtekningum. Stærð tilraunareita er 50 x 50
cm. Fyrirkomulag tilraunareita er sýnt á 1. mynd.
Meðferðir
□ Kontrol
|\Im /n M Svörður reyttur
; \hy J//r □ Sáð haustið 1987
E3 Svörður reyttur, sáð haustið 1987
L—^c/í~WcRangárvellir □ Sáð vorið 1988
El Svörður reyttur, sáð vorið 1988
Birkiskógur
Tilraunasvæði
1. mynd.
Yfirlit yfir staösetningu tilraunasvœða og tilraunameðferöir.