Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 115
-107-
Þessar rannsóknir munu standa yfir í nokkur ár og væntanlega munu niðurstöður
þeirra auka við þá grunnþekkingu sem fyrir er um islenska birkið. Einnig er þess
vænst, að niðurstöðurnar komi að beinum notum við landgræðslu.
YFIRLIT OG ÁLYKTANIR
Þær rannsóknir og athuganir sem gerðar hafa verið hér á landi og víðar benda til
þess, að birki geti verið hentug tegund til landgræðslu. Birki er frumherji, en viðhelst
einnig lengi eftir að það hefur náð að festa rætur. Birkið er íslensk tegund og aðlöguð
að veðurfari og erfiðum skilyrðum og myndar með tímanum allstöðugt gróðursamfélag
þ.e. birkiskóg. Birki er að breiðast víða út hér á Iandi með sjálfsáningu, en það sýnir
að útbreiðsla þess er takmörkuð af öðrum þáttum en veðurfari og ætti þvi að vera
mögulegt að koma upp birki á svæðum þar sem spírunar og vaxtarskilyrði eru hentug.
Til þess að svo megi verða, er nauðsynlegt að afla meiri þekkingar á vistfræði
birkisins, svo sem þætti þess í gróðurframvindu, þekkja við hvaða skilyrði það spírar
best, ástæður fræplöntudauða og helstu þætti sem áhrif hafa á vöxt ungra
birkiplantna.
Ekki er hægt að gera ráð fyrir að birki sé alsherjarlausn í Iandgræðslu- og
uppgræðslumálum hér landi. Markmið með uppgræðslu eru oft misjöfn og aðstæður
ólíkar eftir svæðum. Því er nauðsynlegt að leita leiða í uppgræðslustarfinu, sem henta
þeim staðháttum sem græða á upp og þeim markmiðum sem stefnt er að. Birki er
vissulega einn af þeim kostum sem til greina koma í þessu sambandi.
EFTIRMÁLI
Erindi þetta er að hluta byggt á greininni "Þættir um vistfræði birkis og not þess í
landgræðslu" eftir Sigurð H. Magnússon og Borgþór Magnússon, en hún mun birtast í
ársriti Landgræðslu íslands 1989.
HEIMILDIR
Black, M. & Wareing P.F., 1955. Growth studies in woody species. VII.
Photopheriodic control of germination in Betula pubescens Ehrh. Physiologica
Plantarum 8: 300-316.
Bloomfield, H.E., Handley, J.F. & Bradshaw, A.D., 1982. Nutrient deficiencies and
aftercare of reclaimed derelict land. Journal of Applied Ecology 19: 151-158.
Borgþór Magnússon & Sigurður H. Magnússon. Áhrif búfjárbeitar á gróður framræstrar
mýrar í Sölvholti, Flóa. (Óbirt handrit).
Bradshaw, A.D., 1983. The reconstruction of ecosystems. Journal of Applied Ecology
20: 1-17.
Cargill, S.M. & Chapin, F.S. III, 1987. Application of successional theory to tundra
restoration: a review. Arctic Alpine Research 19: 366-372.