Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 125
-117-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1989
Uppgræðslutilraunir á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði
Ingvi Þorsteinsson
og
Kristjana Guðmundsdóttir
Rannsóknastofnun landbúnadarins
INNGANGUR
Sumarið 1981 var hafin uppgræðsla örfoka eða gróðurlítils lands á Auðkúlu- og
Eyvindarstaðaheiði til þess að mæta því tapi á gróðurlendi, sem fyrirhuguð virkjun
Blöndu mun hafa í för með sér.
Á tímabilinu 1981-1988 hefur, í þessum tilgangi, verið sáð og borið á 18 svæði,
sem samtals eru um 1250 hektarar að flatarmáli í 400-600 m hæð yfir sjó.
Uppgræðsluframkvæmdirnar hafa verið kostaðar af Landsvirkjun, en Landgræðslan
hefur að mestu leyti annast þær. Landnýtingardeild Rala hefur fylgst með árangri
uppgræðslunnar með árlegum rannsóknum á lykilsvæðum.
Sumarið 1985 hóf Rala áburðartilraunir á þremur uppgræðslusvæðanna, sem þá hafði
verið borið á í fjögur ár og sumarið 1986 var enn einu svæði bætt við. í þessu erindi
verður gerð stutt grein fyrir þessum áburðartilraunum.
UPPGRÆÐSLUS V ÆÐIN
Á 1. mynd er sýnd lega uppgræðslusvæðanna á heiðunum, og á 2., 3. og 4. mynd er
sýnt hverjar breytingar urðu á gróðurþekju þeirra þriggja lykilsvæða árin 1981-1984,
sem fylgst var með árlega og áburðartilraunir voru hafnar á 1985. Á þau svæði hafði
þá, 1 fjögur ár, verið borið árlega áburður, sem svaraði til 400 kg blandaðs áburðar á
hektara (23% N, 23% P206, og 26% N og 14% P206).
Við upphaf uppgræðslunnar árið 1981 var ástand svæðanna talsvert mismunandi
(Halldór Þorgeirsson o.fl., 1982), hvað varðar gróður og ýmis ytri skilyrði. Svæðin við
Helgufell, Sandá og á Öfuguggavatnshæðum voru t.d. nær örfoka, eða með um 8, 10
og 15% þekju. Á svæðinu á Þrístiklubungu var hins vegar um 30% gróðurþekja og
meiri jarðvegur, enda var þetta eina svæðið, sem grasfræi var aldrei sáð í, en aðeins
borið á.
Á þessum fjórum árum hafði gróðurþekjan aukist í 70-80% á friðuðum svæðum, en í
45-60% utan girðingar, en þar hafði gróður verið mikið bitinn öll fjögur árin.