Ráðunautafundur - 15.02.1989, Qupperneq 128
-120-
ÁBURÐARTILRAUNIR Á UPPGRÆÐSLUSVÆÐUM Á AUÐKÚLU- OG
EVVINDARSTAÐAHEIÐI
Tilgangur
Tilgangur þessara tilrauna er að kanna áhrif áburðargjafar á gróðurfar, uppskerumagn
og fóðurgæði á uppgræðslusvæðunum.
a) Gerður er samanburður á árlegri áburðargjöf og áburðargjöf annað hvert ár.
b) Bornir eru saman fjórir áburðarskammtar og einn áburðarlaus Iiður.
c) Kannað verður hversu Iengi fjögurra ára áburðargjöf, 1981-1984, endist.
Allir þessir þættir eru reyndir á fjórum mismunandi stöðum, með og án sauðfjárbeitar.
TILRAUNASVÆÐIN
Árið 1985 voru lagðar út tilraunir á þremur af sex uppgræðslusvæðum frá 1981. Á
Auðkúluheiði voru valin svæðin við Sandá (3) og á Þrístiklubungu (4), en á
Eyvindarstaðaheiði svæðið á Öfuguggavatnshæðum (6). Árið 1986 var lögð út sams
konar tilraun á svæðinu sunnan Helgufells á Auðkúluheiði (2). Svæði 2 er í um 550 m
hæð yfir sjávarmáli, en hin eru í um 500 m hæð. öll svæðin höfðu verið nauðbitin á
hverju ári, lítil sina fallið til og því lítil jarðvegsmyndun átt sér stað. Lega þessara
svæða er sýnd á 1. mynd.
Á hverju svæði voru lagðir út 10 samsíða reitir nokkurn veginn í stefnu
austur-vestur. Breidd reitanna er 12,5 m, en lengd nokkuð mismunandi eftir svæðum,
eða frá 60 m á svæði 3, upp í 120 m á svæði 6. Helmingur reitanna er friðaður, en
helmingur er beittur. Á hvorum helmingi eru 5 mismunandi áburðarmeðferðir, 0, 100,
200, 300 og 400 kg/ha, og er tilviljun látin ráða niðurröðun þeirra. Áburðarreitunum
er auk þess skipt í tvennt að endilöngu og er borið á syðri helminginn árlega, en á
hinn annað hvert ár. Árin 1985 og 1987 var borið á alla reiti, þá var notaður áburður,
sem inniheldur 26% N og 14% P206, en 1986 og 1988 var aðeins borið á syðri
helminginn og var notaður áburðurinn Græðir 4A, sem inniheldur 23% N, 14% P206,
9% K20 og 2% S.
Nánari lýsingu á skipulagi tilraunanna er að finna í fyrri áfangaskýrslum
(Ingvi Þorsteinsson o.fl., 1986, 1988 og 1989; Ása L. Aradóttir o.fl., 1987).
NIÐURSTÖÐUR
Gróöurþekja
Á tilraunareitum, sem ekki hefur verið borið á í 3-4 ár, hefur gróðri hnignað mjög,
gróðurþekjan er orðin gisnari og hlutdeild bestu beitarplantnanna, grasa og
tvíkímblaða blómjurta, hefur minnkað.
Á ábornum reitum er þekja gróðurs orðin 80-100%, en breytileg eftir
áburðarmagni og svæðum. Hún er meiri á friðuðum reitum en beittum og einnig meiri
á árlega ábornum reitum en reitum, sem borið er á annað hvert ár, jafnvel þótt um