Ráðunautafundur - 15.02.1989, Side 130
-122-
5. mynd sýnir m.a., að hlutdeild sinu i gróðurþekjunni er meiri á áburðarlausu en á
ábornu reitunum, bæði utan og innan girðingar. Þetta kann að virðast undarlegt, þegar
þess er gætt, hve uppskera á ábornu reitunum er miklu meiri en á óábornu reitunum
og vex með auknum áburðarskammti. Sérstaklega mætti vænta þess, að sina hlæðist
upp á óbitnu, ábornu reitunum innan girðingar, en svo er ekki. Sinan fer þvert á
móti þverrandi með vaxandi áburðarmagni, og á það ekki síður við innan girðingar,
enda þótt þar standi eftir þétt, hnéhátt gras að hausti. Líkleg skýring á þessu er sú,
að áburðurinn auki svo starfsemi örvera, að þær megni að brjóta niður mestalla þá
sinu, sem eftir stendur að hausti, og ummynda hana í aðgengilegra form fyrir gróður.
Alexander (1977) bendir á, að því hærra sem niturinnihald plantna er, því meiri sé
starfsemi þeirra örvera, sem valda niðurbroti eða rotnun lífrænna efna í jarðvegi. Það
er engum vafa undirorpið, að örveruflóra og fána hins örfoka lands, sem tilraunirnar
og uppgræðslan á heiðunum er gerð á, hlýtur að vera afar rýr og vitað er, að prótein,
og þar með niturinnihald íslenskra úthagaplantna, er oft mjög lágt. Sé þessi tilgáta
rétt, má lita á áhrif áburðardreifingar fyrir jarðvegsmyndun og gróðurþróun örfoka
lands í nýju ljósi.
LOSTÆTNI GRÓÐURS
Yfirleitt hefur áburður þau áhrif á lostætni, að fé sækir því meira í gróðurinn sem
meira er borið á. Beit er mjög lítil á þeim reitum, sem ekki hafa fengið áburð síðan
1984. Á mest ábornu reitunum hafa hins vegar um 80-90% af uppskerunni verið
fjarlægð með beit sem er of mikið álag. Þeir reitir, sem aðeins hafa fengið áburð
annað hvert ár, eru mun minna bitnir en þeir árlega ábornu (Ingvi Þorsteinsson o.fl.,
1989).
UPPSKERA
Á 6. mynd er sýnd meðaluppskera á ári, árin 1985-1988 af þremur elstu
tilraunasvæðunum (3, 4 og 6). Uppskeran er all breytileg eftir svæðum og milli ára.
Mest var hún sumarið 1987, sem var mjög hagstætt gróðri. Þá var uppskera fyrir 400
kg áburðar á friðuðum reitum tæp 3 tonn á svæði 6 og um 4 tonn þurrefnis á hektara
á svæði 2 (Ingvi Þorsteinsson o.fl., 1988).
Uppskera af óábornum, friðuðum reitum var þegar mjög lítil eða 0,4-1,2 tonn á
svæðunum þremur haustið 1985, en haustið 1988 var hún komin niður í 0,04-0,11 tonn
á hektara á sömu svæðum (Ingvi Þorsteinsson o.fl., 1986 og 1989).
Árin 1985-1988 er að meðaltali gott samhengi milli áburðar og uppskerumagns.
Áhrif hins mikla beitarálags eru einnig ljós og munur þess að bera á hvert eða annað
hvert ár. Þetta sést með því að bera saman annars vegar reitina 100 kg árlega og 200
kg annað hvert ár og hins vegar 200 kg árlega og 400 kg annað hvert ár.