Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 135
-127-
1. tafla. Beitarsaga hólfanna i Sölvholti sem gróöur var rannsakaður i 1987.
Sýnd er tegund, fjöldi og þungi (kg/ha) búfjárins við upphaf beitar að
vori. K: kálfur, Æ: ær, L: lamb, M: meri, F: folald, H: geldhross. *:
hólf ekki beitt. (Athuga ber að léttbeitta hólfinu var skipt i tvo hluta
árin 1975 og 1976).
Hólf Stærð (ha) Léttbeitt 10,4 Miðlungsbeitt 6,9 Þungbeitt 3,8
Ár Beitardagar Búfé Þungi Búfé Þungi Búfé Þungi
1975 94 5K 78 3K,5Æ,8L 124 3K,5Æ,8L 255
5K 114
1976 101 * 4K,5Æ,8L 143 4K,5Æ,8L 283
6K 89
1977 99 * 3K,4Æ,8L 125 3K,5Æ,10L 249
1978 116 * 7K 132 6K 215
1979 111 * 7K 201 6K 310
1980 * * *
1981 93 * * 5M,5F 492
1982 75 * 7Æ,12L 81 *
1983 96 6H 179 7Æ,14L 82 6H 481
1984 92 6H 188 7H 316 6H 517
1985 78 6H 189 7H 329 4H 343
1986 71 6H 205 7H 358 4H 373
1987 77 6H 203 7H 358 4H 370
1988 76 6H 192 7H 339 4H 351
HELSTU NIÐURSTÖÐUR
Mikill landgerðarmunur kom fram í tilraunalandinu sem hefur sterk áhrif á gróðurfar,
bæði innan og milli beitarhólfa. Torveldar hann túlkun á áhrifum beitarþunga á
gróðurfarsmun milli hólfa. Meiri hluti landsins er mýrlendur og þakinn djúpum
jarðvegi, en talsverður hluti er þurrlendur og með grunnum jarðvegi. í blautasta
hluta landsins ríkir hreinn mýrlendisgróður og ber þar mest á mýrastör í gróðurfari
þar sem beit er hófleg. Þurrasti hluti landsins er hins vegar graslendur og setja þar
hálíngresi og snarrót mestan svip á gróðurfar. Þungbeitta hólfið, sem er minnst
hólfanna, er einsleitast að landgerð og gróðurfari, en það telst allt mýrlent. Mestur
hluti miðlungsbeitta hólfsins er mýrlendur, en þurrlent er þar á litlu svæði. í
léttbeitta hólfinu, sem er stærst hólfanna, er landbreytileiki mestur. Þar er um
þriðjungur landsins þurrlendur og með graslendisblæ.
Breytileiki í flestum þeim jarðvegsþáttum, sem athugaðir voru tengdist landgerðarmun.
Undantekning frá þessu er magn kalíums og köfnunarefnis í jarðvegi, sem var
breytilegt milli hólfa. Mest var af þessum efnum í jarðvegi þungbeitta hólfsins og
var það talin vera afleiðing áburðar úr taði og hlandi.