Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 143
-135-
Tengsl atferlis og landgeröar
Búféð notaði landið ekki tilviljunarkennt. Skýrt samband fannst á milli gróðurfélaga
og atferlis. Báðar tegundirnar notuðu ákveðin svæði til beitar og önnur til að hvílast
á. Þær bitu aðallega á frjósamari svæðum s.s. graslendi og í mýrum, en hvíldu sig,
jórtruðu og stóðu á hrjóstugri stöðum eins og á mosaþembum, melum og moldum.
Þursaskeggsmóinn hafði þá sérstöðu að vera mikilvægur fyrir allt atferli sauðfjár,
jafnt fyrir beit, jórtur og hvíld. Sauðféð sótti þó minna í þursaskeggsmóann þegar á
leið sumarið, e.t.v. vegna minna framboðs af eftirsóttum beitarplöntum. Á 2. mynd
sést hvernig atferli og gróðurgerð eru tengd. Þar kemur skýrt fram að þau gróðurfélög
sem hafa hæst gildi fyrir beit hafa lágt gildi fyrir jórtur og hvíld. Samkvæmt
þessari mynd, má flokka gróðurfélögin eftir atferli dýranna. Mosaþemba og börð eða
moldir eru "jórtursvæði" og einnig melar, þó þar sé nokkuð bitið. Þursaskeggsmóinn er
bæði beitar og hvíldarstaður, en þursaskeggsmói með grasi, graslendi og mýrar eru
beitarsvæði.
90
O
3 u.
3 » 80
O ff
««70
u -S
>
•C
60
3
u 3
O U.
•—) 0)
^ cð
50
40
Mosaþemba
*. Moldir
Melur
Þursaskeggsmói
Þursaskeggsmói m/grasi
°0
0 0 Graslendi
• Mýri
To 20 30 40 50 60 70 80 90 100
% beitar af öllu atferli
í hverri gróðurgerð
2. mynd. Samband atferlis og gróöurgeröar. Á lárétta ásnum er hlutfall beitar af öllu
atferli í hverri gróöurgerö, en á þeim lóörétta er hlutfall jórturs og
hvíldar. * = Beit:Jórtur. ° = Beit:Hvíld.
Þessi hreyfing á milli svæða leiðir til verulegs tilflutnings á næringarefnum, frá
beitarstöðum, til hvíldarstaða (Hafez o.fl., 1969; Carson og Wood Gush, 1983). Dýrin
losa sig við stóran hluta saursins þar sem þau hvílast, svo þetta ferli getur haft
áhrif á frjósemi jarðvegs.
Á 3. mynd er sýnt hvernig hrossin notuðu hin ýmsu gróðurfélög. Þar sést að hafi
hross tækifæri til, eru þau vandlát á bæði beitar- og hvíldarstaði. Eins og hjá