Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 147
-139-
Bein athugun á því hvernig kindur völdu sér plöntur til að bíta leiddi í ljós að
þær völdu að jafnaði ungar smávaxnar plöntur. í mýri völdu þær eingöngu smáar
plöntur, gjarnan blóm, sem uxu inn á milli hárra stara, mýrelftinga og grasa. Þær
völdu greinilega milli einstaklinga sömu tegundar og átu stundum aðeins hluta
plöntunnar. Lömb átu blóm vallhæru. í mýri bitu hrossin helst starir, mýrelftingu og
grös. Er þetta í samræmi við niðurstöður sem fengust í athugun á plöntuvali hrossa í
framræstri mýri í Sölvholti í Flóa (Sigurður H. Magnússon og Borgþór Magnússon).
Þau átu efri hluta þessara plantna (1/2-2/3 hluta) en bitu ekki nærri rót. Við það
verður undirgróðurinn aðgengilegri fyrir sauðfé.
í þursaskeggsmóum átu hross þursaskegg, en það sáust kindur aldrei gera. Há
grös t.d. língresi, voru einnig bitin en ungir grassprotar voru bitnir nærri sverðinum.
í þeim tilfellum gæti verið um samkeppni að ræða á milli sauðfjár og hrossa.
Sauðfé sótti mjög í möðrur og klóelftingu, en völdu greinilega einstakar plöntur.
Þessar tegundir eru oft dreifðar, svo beit á þeim er tímafrek og át á hverja
tímaeiningu því lítið. Klóelfting er þar að auki oft jarðlæg, sem enn eykur á
erfiðleikana við að bíta hana. Sá tími sem fer í beit segir því ekki allt um átmagnið,
því val tekur tíma.
Svo virðist sem dýrin sæktust eftir vissri tilbreytingu í fæðuna, því að þau bitu
sjaldan lengi í sama gróðurlendi og hægt var að sjá ákveðið hreyfingarmynstur yfir
daginn.
Nýting hagans breyttist þegar á leið sumarið. Þannig var minna bitið í mýrum og
þursaskeggsmóum, en meira í graslendi. Ástæður fyrir því eru sennilega tengdar
framboði og gæðum beitarplantna. (T.d. féll próteinmagn og meltanleiki meira í
mýrunum og þursaskeggsmóum heldur en í graslendi (Sigþrúður Jónsdóttir, 1988)).
NIÐURLAG
Sambeit sauðfjár og hrossa getur verið til bóta, einkum í grösugum högum t.d. í
mýrum, þar sem plöntuvalið er ólíkt. Hins vegar gætu hross og kindur keppt um
fæðu þar sem gróður er sneggri og einsleitari. Plöntuval þessara tegunda skarast þó
að nokkru leyti. Það sem helst er frábrugðið er að sauðfé velur smáar ungar plöntur,
gjarnan blómplöntur og grös, en hross éta bæði ung grös og hávaxnari, grófar
plöntur. Plöntuval sauðfjár er markvissara, enda er sauðfé hæfara til þess en hross,
þar sem kjálkinn er smærri og liprari og varir hreyfanlegri og næmari.
Fæðuval breytist með árstíma og þroska plantna og einnig hefur fæðuframboð
mikil áhrif á það. Þetta kom m.a. fram í fyrrnefndri athugun á plöntuvali hrossa í
framræstri mýri (Sigurður H. Magnússon og Borgþór Magnússon).
Hrossin virtust ekki hafa neikvæð áhrif á atferli fjárins og ekki keppa við það um
landrými. Skepnurnar bitu stundum allar saman en hvíldust ekki samtímis á sama
stað. Niðurstöður yrðu e.t.v. aðrar ef þrengra væri í haganum eða veður verra. Það er