Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 150
-142-
1. tafla. Stœrö mýra í nokkrum norðlcegum löndum (heimild: Taylor, 1983).
Land Stærð mýra km2 (%) af flatarmáli lands
Finnland 100 000 33,5
Kanada 1 295 000 14,8
Svíþjóð 15 000 17,1
írland 13 400 16,4
ísland 10 000 9,7
Noregur 30 000 9,4
Sovétríkin 715 000 6,7
Bretland 13 400 5,8
Bandaríkin 75 100 3,3
Danmörk 600 2,8
með þykknandi mólagi. Þykkt íslenskra mómýra er lik því sem gerist í nálægum
löndum, eða yfirleitt um 2-6 metrar (Þorleifur Einarsson, 1968).
Mýrar má flokka niður í regnmýrar (ombrogen) og aðrennslismýrar (minerogen)
eftir því hvernig streymi vatns og næringarefna til þeirra og þar með myndun þeirra
er háttað (Steindór Steindórsson, 1975ab; Helgi Hallgrímsson, 1975; Damman, 1986;
Borgþór Magnússon, 1987) (1. mynd). Megin aðflutningsæðar steinefna inn í mýrar
eru með flæði vatns á yfirborði, í jarðvegi eða berggrunnslögum, og með úrkomu og
áfoki. í regnmýrum, sem oft eru bungulaga, einangra þykk mólög gróðurinn
algjörlega frá berggrunninum og hindra aðstreymi vatns frá nærliggjandi svæðum (1.
mynd). Gróðrinum berast því eingöngu steinefni með úrkomu og áfoki. Regnmýrar eru
að jafnaði steinefnasnauðar, súrar og mjög ófrjósamar. Rannsóknir sem gerðar hafa
verið á grunnlögum regnmýra sýna að þær hófu flestar myndunarferill sinn sem
aðrennslismýrar. Gróðurfar regnmýra í norðlægum löndum einkennist af mikilli þekju
barnamosa (Sphagnum), sem eiga stærstan þátt í mómynduninni. Háplöntuflóran er
fremur fátækleg og einkennist af nægjusömum tegundum. Þannig eru regnmýrar oft
vaxnar lágvöxnum sígrænum runnum og jafnvel barrtrjám, en þekja stara, grasa og
breiðblaða jurta er yfirleitt lítil. Eiginlegar regnmýrar finnast ekki hér á landi, en
talið er að allar íslenskar mýrar séu aðrennslismýrar (Steindór Steindórsson 1975a;
Helgi Hallgrímsson, 1975). í aðrennslismýrum berst gróðrinum steinefnaríkt vatn að
megin hluta frá svæðum sem ofar, og að þeim, liggja. Áfok af uppblásturssvæðum og
eldfjallaaska hefur í gegnum aldirnar einnig lagt íslenskum mýrum til steinefni, sem
án efa á drjúgan þátt í frjósemi þeirra (Björn Jóhannesson, 1960; Steindór
Steindórsson, 1975a; Þorleifur Einarsson, 1975). Aðrennslismýrar eru því
steinefnaríkari og frjósamari en regnmýrar og gróðurfar þeirra með öðrum blæ, en
það einnkennist af mikilli þekju stargróðurs. Þekja næringarkræfra grasa, breiðblaða