Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 151
-143-
I. REGNMÝRI (OMBROGEN)
Barnamosi og smárunnar
áberandi í gróðurfari
og mó.
Finnst ekki hér á landi.
II. AÐRENNSLISMÝRAR (MINEROGEN)
Stargróóur áberandi x
gróöurfari og mó.
II.a. HALLAMÝRI (SOLIGEN)
1 fjallahliöum og heiöa-
löndum á úrkomusömum
svæöum. Dæmi: starungs-
mýri, runnamýri.
Il.b. FLÓAMÝRI (TOPOGEN)
S flatlendi, í dældum,
fornum tjarna- og vatna-
stæöum. Dæmi: brokflói,
ljósustararflói, mýra-
stararflói.
II.C. FLÆÐIMÝRI (LIMNOGEN)
A flatlendi meöfram ám,
í tjarna- eöa vatnavikum
og á árósasvæðum.
Deemi: gulstararflóö.
1. mynd. Mismunandi mýragerðir og streymi vatns og nœringarefna til þeirra, séð í
þverskurði og að ofan. Svœði, sem skyggð eru með punktum sýna þá hluta
mýranna þar sem áhrifa steinefnaríkis vatns gœtir. Örvar sýna uppruna og
meginstreymi vatns og nœringarefna. (Eftir Damman, 1986).
jurta og runna getur einnig verið nokkur.
Gróðri og gerð íslenskra mýra hefur ítarlegast verið lýst í ritum Steindórs
Steindórssonar (1943, 1964, 1975a,b), en hann hefur skipt eiginlegum mýrum í þrjár
megin deildir á grundvelli gróðurfars þeirra og gerðar, þ.e. flóa (flóamýri), mýri
(hallamýri) og flæðimýri. Gerð er tilraun til að draga saman nokkur einkenni þessara
mýragerða í 2. töflu, sem er aðallega byggð á lýsingum Steindórs. Skilin milli
mýragerðanna eru ekki alltaf glögg. Flokkun annarra á íslenskum mýrum svipar mjög
til þessarar flokkunar (Þorleifur Einarsson, 1975; Magnús Óskarsson, 1982). Nákvæm
vitneskja liggur ekki fyrir um heildarflatarmál mýra af þessum gerðum hér á landi,
en almennt hefur verið talið að meiri hluti íslenskra mýra séu hallamýrar (Steindór
Steindórsson, 1975; Þorleifur Einarsson, 1975). Flóamýrar ganga hallamýrunum næst að
víðáttu, en minnstar að flatamáli eru flæðimýrarnar.