Ráðunautafundur - 15.02.1989, Qupperneq 153
-145-
FRAMRÆSLA MÝRA
Mýrar hér á landi hafa alla tíð verið manninum og húsdýrum hans notadrjúgar. f
þeim var fenginn mikill hluti útheys landsmanna og búsmali gekk þar til beitar.
Þangað var sóttur mór til brennslu og bygginga, mýrarauði til járngerðar og þar var
skorið reiðingstorf (Helgi Hallgrímsson, 1975; Sturla Friðriksson, 1979). Frá
iandnámstíð og fram á miðja 19. öld voru mýrar nýttar til beitar og slægna að mestu
eins og þær komu fyrir frá náttúrunnar hendi og fremur lítið var gert til að reyna
að auka uppskeru þeirra eða breyta gróðurfari. Á tímabilinu 1880-1940 var gert mikið
átak í áveitumálum hér á landi, en talið er að áveitusvæði hafi verið um 30000 ha í
lok þess. Með áveitunum var einkum veitt á uppskerurýrar mýrar af þurrara taginu,
en við það jókst rakastig þeirra og frjósemi. Rakakærar og uppskerumiklar tegundir,
einkum mýrastör og gulstör, urðu ríkjandi í mýrunum og heyfengur jókst verulega
(Ásgeir L. Jónsson, 1975). Áveitutímabilið fékk fremur skjótan endi þar eð öll viðhorf
manna og vinnubrögð við ræktun breyttust með tilkomu véla, tilbúins áburðar og
sáðvöru til grasræktar.
Á fjórða áratug þessarar aldar efldist mjög áhugi manna á gras- og túnrækt og
færðist þá framræsla mýra í vöxt. í fyrstu var aðallega um handgrafna skurði að
ræða, en með tilkomu stórvirkra vinnuvéla í landinu til skurðgraftrar á fimmta
áratugnum verða þáttaskil i sögu framræslunnar (Óttar Geirsson, 1975). Varð þá kleift
að hefja stórfelldari og ódýrari uppgröft en áður hafði þekkst. Jarðræktarlögin frá
1923 voru framræslustarfinu mikill hvati, en með þeim var farið að veita framlög frá
ríkinu til framræslu, sem síðan hafa staðið undir verulegum hluta framræslukostnaðar
(Óttar Geirsson, 1975; Árni Snæbjörnsson, 1987). Fram til um 1965 var land einkum
ræst með túnrækt í huga, en á síðustu tveimur áratugum hefur jafnframt verið ráðist
í framræslu hagamýra í þeim tilgangi að bæta þær sem beitiland (Óttar Geirsson,
1975; Magnús Óskarsson og Guðmundur Sigurðsson, 1981; Árni Snæbjörnsson o.fl.,
1983). Gróður óræsts mýrlendis þykir nýtast illa til beitar. Því hefur lengi verið veitt
athygli að búfé velur fremur þurrlendi en mýrlendi til beitar þar sem ferðir þess eru
óheftar. Þar sem þröngt er um búfé gengur það nærri þurrlendisgróðri í högum víða
um land, án þess að nýta að marki mýragróður sömu svæða. Framræsla hefur verið
talin ráða nokkra bót á þessu þar eð hún leiðir til þess að stargróður víkur en
hlutdeild grasa í gróðurfari eykst og þar með beitargildi landsins (Sturla Friðriksson,
1963; Ingvi Þorsteinsson og Gunnar Ólafsson, 1975).
Erfitt er að segja til um með vissu hversu stór hluti mýra hér á landi hefur verið
ræstur fram. Sturla Friðriksson (1973) áætlar að um 900 km2 mýrlendis hafi verið
þurrkaðir fram til ársins 1960. Óttar Geirsson (1975) álítur að ræstir hafi verið 1200-
1400 km2 árið 1974 og þar af hafi um 90% verið með opnum skurðum. Ingvi Þorsteinsson
og Sigurður Blöndal (1986) telja að 10-15% eða 1000-1500 km2 votlendis landsins