Ráðunautafundur - 15.02.1989, Side 156
-148-
býlum í þéttbyggðum sveitum hafi verið ræstar. Er dregið hefur úr nýgreftri á síðustu
árum, hefur hlutdeild graftar vegna viðhalds og endurbóta á eldra skurðakerfi farið
vaxandi og er hann orðinn rikjandi í framræsluframkvæmdum (Árni Snæbjörnsson og
Óttar Geirsson, 1987). Það er umhugsunarvert hvað mikið af framræsta landinu hefur
farið undir skurðina sjálfa. Sé miðað við að meðalskurðbreidd sé 4 m, gefur 32500 km
heildarlengd skurða til kynna að flatarmál þessa lands sé um 130 ferkílómetrar sem
er um 7% hins framræsta lands.
Það er ekki vafa undirorpið að framræsla mýra hefur orðið íslenskum landbúnaði til
mikilla hagsbóta. Um það geta bændur best dæmt. Tekin hafa verið til ræktunar og
beitar viðlend mýrasvæði, sem áður skiluðu takmörkuðum nytjum. Óhugsandi væri að
reka nútíma landbúnað í mýrlendum sveitum án þess að nýta framræstar mýrar í
ríkum mæli. Menn eru hins vegar ekki á einu máli um ágæti þeirrar framræslustefnu,
sem rekin hefur verið í landinu á undanförnum áratugum. Bent hefur verið á þá
stórfelldu röskun sem orðið hefur á votlendisvistkerfum vegna framræslunnar og
nauðsyn þess að taka ríkara tillit til náttúruverndarsjónarmiða (Arnþór Garðarsson,
1975ab; Helgi Hallgrímsson, 1975, 1977; Hjörtur Þórarinsson, 1975; Hólmgeir
Björnsson, 1975; Ingvi Þorsteinsson og Gunnar Ólafsson, 1975; Sturla Friðriksson,
1979; Baldur Johnsen, 1983). Framræslustarfið hefur að mestu verið rekið án
undangenginna athugana og gildismats á náttúrufari þeirra svæða er tekin hafa verið
til framræslu. Jafnframt hafa lítið verið rannsakaðar þær gróðurfarsbreytingar eða
aðrar breytingar sem verða á lífríki mýra eftir framræslu og dreginn af þeim
lærdómur, sem taka mætti mið af í framræslustarfinu (Borgþór Magnússon, 1987).
RANNSÓKNIR Á GRÓÐRI FRAMRÆSTRA MÝRA
Heildarstærð íslenskra túna árið 1984 var um 1340 km2 (Árni Snæbjörnsson og Óttar
Geirsson, 1987). Sé reiknað með að um helmingur þeirra hafi verið ræktaður á
framræstum mýrum verður að ætla að a.m.k. 1100 kmJ af áætlaðri stærð framræsts
mýrlendis sé nýttur að mestu sem óræktað og óáborið beitiland. Hér verður gerð
nokkur grein fyrir rannsóknum sem snerta gróðurfar þessa lands.
Hjarbarfell i Dölum
Rannsóknirnar að Hjarðarfelli voru skipulagðar árið 1956 af hálfu Tilraunaráðs
búfjárræktar, en þar var gerð tilraun með að beita lambám á framræsta, óbylta
hallamýrarjörð (Sturla Friðriksson, 1963). Mýrin var ræst árið 1953 en ríkjandi
tegundir í henni fyrir framræslu voru tjarnastör, mýrastör og klófífa. Heildarþekja
stargróðurs nam þá um 63%, en grasa um 5%. Níu árum eftir framræsluna höfðu grös
náð yfir 30% þekju, en starir héldu nær óbreyttum hlut. Tvíkímblaða jurtir og runnar
höfðu hins vegar látið undan síga. Þar sem áburður var borinn á landið urðu
gróðurskiptin mun meiri og grös algjörlega ríkjandi (4. tafla).