Ráðunautafundur - 15.02.1989, Side 161
-153-
Við Mjóavatn kom fram mikill gróðurfarsmunur með tilliti til háplantna og skar
framræsta svæðið sig eindregið frá óframræsta hlutanum. Það vakti athygli að klófífa
og sérbýlisstör höfðu aukið mest þekju sína á framræsta landinu og voru orðnar
ríkjandi tegundir þar sumarið 1986. Veruleg auking varð einnig á þekju belgjastarar
og blávinguls, en hann var eina grastegundin sem jók útbreiðslu sína að einhverju
marki. Heilarþekja grasa í einstökum rannsóknareitum á framræsta svæðinu reyndist
vera á bilinu 0-20%. Litlar sem engar breytingar urðu á þekju mýrastarar við
framræsluna, en vetrarkvíðastör og tjarnastör, sem ætla verður að ríkt hafi í mýrinni
fyrir framræslu voru nær horfnar úr landinu 1986. Uppskera á framræsta svæðinu
var aðeins helmingur af uppskeru á óframræstri mýrinni. Um 78% hennar samanstóð
af störum en um 78% af grösum.
Athuganir á efnasamsetningu jarðvatns í mýrinni bentu til að næringarástand í
jarðvegi væri lakt og var lélegur árangur framræslunnar m.a. rakinn til þess. Af
gróðurfari mýrarinnar hefði mátt ráða nokkuð um frjósemi hennar, áður en til
framræslu kom. Það bendir til lítillar frjósemi að nægjusamar tegundir setja mun
meiri svip á gróðurfarið en næringarkræfar tegundir. Þannig er runnaþekja veruleg og
mun meiri en breiðblaða jurta, elftinga og grasa. Tegundirnar sem mynda
runnaþekjuna öðrum fremur, bláberjalyng, fjalldrapi og krækilyng, eru mjög
nægjusamar (Eurola o.fl., 1984). Aðrar nægjusamar tegundir, sem verulegri þekju ná í
mýrinni eru t.d. vetrarkvíðastör og mýrafinnungur. Þá eru barnamosar (Sphagnum)
nokkuð áberandi í svarðlagi, sem yfirleitt bendir til lítillar frjósemi.
Sölvholt í Flóa
í Sölvholti fóru fram sumarið 1987 ítarlegar gróðurfarsmælingar á framræstu
mýrlendi, sem notað hefur verið til beitartilrauna frá 1975. Tilraunalandið var
upphaflega ræst fram með þéttu skurðaneti árið 1961 (Stefán P. Sigfússon, munnlegar
upplýsingar). Endurbætur voru gerðar á skurðunum við upphaf beitartilraunanna.
Gróðurfar í léttbeittu og miðlungsbeittu beitarhólfi árið 1986 ætti að gefa nokkuð
góða mynd af árangri framræslunnar. Mýrin í Sölvholti er flóamýri. Um upprunalegt
gróðurfar hennar er lítið vitað, en samkvæmt rannsóknum Steindórs Steindórssonar
(1943) voru gróðurhverfi þar sem ríkjandi tegundir voru klófífa, mýrastör,
vetrarkvíðastör og hrafnastör, algengust í mýrum í Flóanum áður en farið var að
veita á þær vatni. Mýrastör varð hins vegar nær einráð á áveitulandi.
í mýrinni i Sölvholti var meðalþekja grasa mun meiri en stara. Þekja runna var
þar lítil, en fjölbreytni og meðalþekja breiðblaða jurta allmikil (7. tafla). MikiII
breytileiki var í gróðurfari milli mýrlendustu og þurrustu reitanna, sem var frá
hreinu mýrlendi til graslendis. Ríkjandi grastegundir voru hálíngresi, snarrót og
blávingull, en mýrastör af störum. Snarrót og hálíngresi fundust ekki í mýrlendustu
reitunum (Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon, óbirt gögn).