Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 162
-154-
7. tafla. Meðalþekja (%) helstu plöntuhópa i léttbeittu og miðlungsbeittu beitarhólfi
í framrœstri mýri í Sölvholti 1987.
Grös 41
Starir 17
Runnar 1
Breiðblaða jurtir 9
Mosar 29
Ógróið land 0
Samantekt rannsókita
Niðurstöður þessara rannsókna, sem ná til níu mýra sunnan-, vestan- og norðanlands,
benda til að talsverður breytileiki sé í gróðurfari og uppskeru framræstra mýra.
Þennan breytileika má eflaust rekja til ýmissa þátta, svo sem gerðar og frjósemi
mýranna fyrir framræslu, verðurfars, aldurs framræslunnar, gerðar skurða og
fjarlægðar milli þeirra, beitarmeðferðar og notkunar áburðar eftir framræslu. Tæmandi
upplýsingar liggja ekki fyrir um þessa þætti og því erfitt að fullyrða nokkuð um
hverjar ástæður þessa breytileika eru.
Tilgreind eru fjögur dæmi um gróðurfar mýra fyrir framræslu. í þeim er þekja
grasa á bilinu 1-5% en stara 37-63%. Þá eru tilgreind dæmi um gróðurfar níu mýra
eftir framræslu, en i þeim er þekja grasa á bilinu 3-57% en stara 17-75%. í tveimur
þessara mýra, að Syðri-Hömrum og í Sölvholti, ríkja grös yfir störum, í einni eru
hlutföllin svipuð en í sex þeirra ríkja starir yfir grösum. í sex mýranna hefur
áburður verið notaður eftir framræslu og hafa grös þar yfirleitt náð 80-90% þekju en
starir vikið niður í 5-10% þekju eftir nokkura ára áburðargjöf.
Gróðurfarsupplýsingarnar eru dregnar saman á 5. mynd.
Tilgreind er uppskera tveggja mýra fyrir framræslu, en hún nam 8-9 hkg/ha.
Upplýsingar eru um uppskeru sjö mýranna eftir framræslu og nemur hún 4-30
hkg/ha. í sex mýranna var uppskera mæld á ábornu landi og nam hún þar 12-46
hkg/ha. Þessar upplýsingar eru dregnar saman í 8. töflu.
Niðurstöður sýna eins og vænta má breytingu á gróðurfari frá mýrlendi i
graslendisátt eftir framræslu mýranna. Árangur er hins vegar breytilegar og misjafnt
hve langt gróðurbreytingin gengur. Þrátt fyrir að starir láti undan síga í mýrunum
eftir framræslu, hverfa þær ekki og ríkja í sumum tilvikum áfram yfir grösum. Þar
sem breytingin gengur lengst ná grös yfirhöndinni og ríkja í gróðurfari, en svo
virðist sem hreint graslendi myndist ekki nema áburður sé borinn á.