Ráðunautafundur - 15.02.1989, Blaðsíða 164
-156-
umsvifa eru þau að náttúrlegar mýrar á byggðum svæðum á jörðinni hverfa óðfluga.
Þessari síauknu nýtingu mýra hefur verið líkt við eyðingu regnskóga jarðar (Goodall,
1983).
Við framræslu tekur fyrir mómyndun í mýrum. í stað söfnunar lífrænna efna, sem
öldum og árþúsundum saman hefur byggt upp mýrarnar og myndað jarðveg, tekur við
niðurbrot og hægfara eyðing lífrænna efna. Lækkun jarðvatnsstöðu eykur loftun í
jarðvegi, sem bætir skilyrði rotvera og starfsemi þeirra eykst. Niðurbrotið leysir úr
mónum steinefni og köfnunarefni og viðheldur frjósemi jarðvegsins, en stuðlar
jafnframt að rýrnun hans. Auk þess að rotna, sígur mýrajarðvegur saman við það að
vatnsinnihald hans minnkar og umferð um hann eykst, sem einnig veldur lækkun á
yfirboði mýrannna (Hutchinson, 1980).
Meiri hluti framræstra mýra hér á landi er nýttur sem óræktaður úthagi.
Nýtingarstig þetta verður að telja fremur lágt og röskun á náttúrufari og jarðvegi
minni en gerist þar sem mýrar eru teknar til grasræktar, akuryrkju eða skógræktar.
Engu að síður verður ekki framhjá því litið að framræsla hefur haft í för miklar
breytingar á lífríki íslenskra mýra, sem tiltölulega lítið hafa verið kannaðar og ekki
er séð fyrir endann á. Mýrarnar hafa ekki einungis þýðingu fyrir manninn og búsmala
hans. Þær eru lífauðug svæði og heimkynni fjölmargra lífvera, sem eru háðar
mýrunum um viðhald og viðkomu. Við framræsluna hefur gengið á náttúrulegt mýrlendi
og þrengt að stofnum dýra og plantna sem á þeim byggja tilvist sína. Af fuglum má
þar nefna keldusvín og jaðrakan (Arnþór Garðarsson, 1975a), en af plöntum t.d.
blöðrujurt (Helgi Hallgrímsson, 1975; Baldur Johnsen, 1983).
Mun minna er nú um að ósnortnar mýrar séu teknar til framræslu en verið hefur
á undanförnum áratugum. Engu að síður er mjög mikilvægt að taka rikulegt tillit til
náttúruverndarsjónarmiða við þær nýframræsluframkvæmdir sem enn fara fram hér á
landi, vegna þess hve gengið hefur á þann hluta náttúru landsins, sem fólginn er í
óröskuðum mýrum. Þeim sem skipuleggja og taka ákvarðanir um framræslu-
framkvæmdir má benda á "Skrá um votlendi", sem birtist í riti Landverndar nr. 4.
"Votlendi" (Arnþór Garðarsson, 1975c) og "Náttúruminjaskrá" (Náttúruverndarráð,
1988) þar sem getið er merkustu votlenda á fslandi og mikilvægi þeirra lýst í fáum
orðum. Magnús Óskarsson (1982) hefur bent á að æskilegt sé að samið verði einfalt
flokkunarkerfi til nota fyrir bændur, ráðunauta og aðra þá sem þurfa með skjótum
hætti að meta votlendi. Slíkt flokkunarkerfi þurfi að gefa vísbendingu um
ræktunarhæfni lands, beitargildi, verðmæti og vistfræðilegt gildi. Ætla má að það
mundi gera nýtingu mýra markvissari og draga úr hættu á að sérstætt náttúrufar
glatist vegna verklegra framkvæmda. Útlit er fyrir að í náinni framtíð miðist
framræsluframkvæmdir hér á landi fyrst og fremst við viðhald og endurbætur á því
skurðakerfi sem þegar hefur verið lagt um mýrar. Með samdrætti í hefðbundnum
landbúnaði hefur þörf á framræslu ósnortinna mýra minnkað stórlega. Rannsóknir sem