Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 171
-163-
d) Framleiðsla og neysla skeður samtímis.
e) Ekki er hægt að geyma þjónustu á lager.
f) Bein samskipti framleiðanda og neytanda eru oftast óhjákvæmileg.
Ferðaþjónustu er ekki hægt að skilgreina sem eitthvað eitt ákveðið. Hún er
samansett úr mörgum þáttum sem allir saman mynda það sem kalla má upplifun, sem
í raun er það sem ferðamaðurinn er að kaupa. Fari einn þátturinn úrskeiðis þá hefur
það mikil áhrif á heildina.
Til glöggvunar er hægt að taka dæmi um sveitabæ þar sem í boði er gisting og
máltíðir, inni á heimilinu. Þetta er í raun ekki það sem gesturinn er að kaupa, heldur
góð hvíld og mettur magi. Þar að auki er ástæðan fyrir því að hann velur bæ með
heimagistingu mjög trúlega ósk um að upplifa "sveitarómantík". Sé bóndinn á bænum
geðstirður þann tíma sem gesturinn dvelur, þá bregst einn þátturinn, og upplifunin
verður ekki eins og ætlast var til.
Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að grundvöllur ánægðs ferðamanns liggur í
því að hlutlæg aðstaða sé fullnægjandi. Þá er t.d. átt við stærð og aðbúnað herbergja,
hreinlætisaðstöðu, eldunaraðstöðu o.s.frv. Ef t.d. rúmið er ómögulegt eða að herbergið
mun minna en gesturinn átti von á, er næstum öruggt að bóndinn þarf að vera meira
en lítið elskulegur og skapgóður, til þess að gesturinn yfirgefi bæinn ánægður.
Væntingar skipta hér miklu máli, þ.e. hvers konar aðstöðu gesturinn á von á.
Markaðssetning og kynningarefni er það sem ákvarðar það og er því nauðsynlegt að
alltaf séu gefnar réttar upplýsingar og raunhæf mynd af þjónustunni.
Á vegum Félags Ferðaþjónustu bænda (FFB) eru starfandi svokallaðir
svæðisfulltrúar í hverjum landshluta. Þeir vinna i nánu samstarfi við starfsfólk
skrifstofu Ferðaþjónustu bænda. Verkefni þeirra er m.a. að skoða og gefa skýrslu til
stjórnar FFB um alla bæi sem sækja um inngöngu í félagið. Á þennan hátt er reynt
að ábyrgjast ákveðinn gæði þeirrar þjónustu sem er í boði undir nafni samtakanna.
Stór kostur við þetta kerfi er að áður en svæðisfulltrúar fara á bæinn þarf að koma
til beiðni frá skrifstofu FB. Þannig verður fólk einnig af hafa samband við starfsfólkið
þar og skrifleg beiðni þarf að liggja fyrir. Þetta gerir leiðbeiningar um almenn
grundvallaratriði ferðaþjónustu og aðstöðu mögulegar á frumstigi, og áður en
framkvæmdir eru hafnar.
Áhersla á góða aðstöðu verður sífellt mikilvægari innan félagsins. FFB stefnir núna
skipulega að því að koma á flokkunarkerfi þeirrar aðstöðu sem félagsmenn bjóða upp
á. Ástæðan liggur i því sem fyrr var sagt um væntingar viðskiptavinarins. í
samtökum sem í eru 99 aðilar er aðstaðan að sjálfsögðu misjöfn, en með
flokkunarkerfi er m.a. verið að hjálpa væntanlegum kaupendum að gera sér grein
fyrir því hverju þeir mega búast við á hverjum bæ. Flokkunarkerfi er einnig ætlað að
virka hvetjandi á ferðaþjónustubændur og þannig að stuðla að auknum gæðum hjá