Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 175
-167-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1989
Landbúnadurinn og umhverfið
Yfirlit um mengun umhverfis og afurða
ásamt umfjöllun um nítur i jarðvegi og árvatni
og um mengun tengda fiskeldi
Friðrik Pálmason
Rannsóknastofmm landbúnábarins
Gunnar Steinn Jónsson
Hollustuvernd ríkisins
Magnús Óskarsson og Þorsteinn Guðmundsson
Bœndaskólanum á Hvanneyri
Athygli almennings hefur undanfarna áratugi í vaxandi mæli beinst að
umhverfismálum, hollustu fæðuvara, mengun umhverfis og spillingu náttúrugæða, sem
talin er vera, vegna sívaxandi nýtingar takmarkaðra náttúruauðæva.
Spyrja má, hvort rannsóknastarfsemin, leiðbeiningaþjónusta, bændur og stjórnvöld
hljóti ekki hér eins og annars staðar í vaxandi mæli að beina athygli að
umhverfismálum í víðtækum skilningi, hvort sem okkur er mikill eða lítill vandi á
höndum í þeim efnum. Er ekki nauðsynlegt að aukin áhersla sé lögð á umhverfismálin
í landbúnaðarrannsóknum, þannig að unnt sé með sæmilegri vissu að segja til um,
hvar við stöndum, með það í huga að eitt af meginmarkmiðum nútímabúskapar sé að
framleiða hollar og ómengaðar afurðir og halda umhverfinu óspilltu.
Mikils er um vert að aðgerðir til verndar umhverfinu séu byggðar á traustri
þekkingu. Til dæmis eru fyrstu viðbrögð manna við nítratmengun grunnvatns erlendis,
kröfur um að bændur dragi úr notkun áburðar. Það leysir þó ekki málið samstundis,
eins og Addiscott (1988) benti nýlega á í grein sem byggð er á rannsóknum margra
kynslóða í Rothamsted allt frá 1843. Hann bendir á að á síðustu 40 árum hafi stór
gömul graslendi verið plægð upp til akuryrkju og eftir umplægingu graslendis í
Rothamsted hafi komið i ljós, að nítrat í frárennsli var árum saman þrefalt meira en
núverandi markgildi Efnahagsbandalagsins segir til um. Addiscott bendir á æskilegar
leiðir til þess að draga úr nítratútskolun í akuryrkju, sem ekki fela í sér samdrátt í
áburðarnokun, en hins vegar betri áburðarnýtingu og minni níturlosun og
nítratmyndun í jarðvegi.
Oft er fullyrt, að íslenskar landbúnaðarafurðir séu framleiddar í óspilltu umhverfi
og íslensk fæða sé því annarri hollari, en hvað vitum við í raun um afurðagæði og