Ráðunautafundur - 15.02.1989, Blaðsíða 176
-168-
umhverfið í þessu tilliti. Þessu er að einhverju leyti reynt að svara í erindum þessa
fundar.
Umhverfismálin eru margþætt, hvað landbúnað varðar. Líklega hefur gróðurvernd
og gróðurnýtingu borið hæst í umræðum um landbúnað og umhverfisvernd hér á landi,
en mengun umhverfis og afurða er önnur hlið umhverfismála, sem vert er að veita
fyllstu athygli. í þessu yfirlitserindi verður mengun í landbúnaði skilgreind og rætt
um ákveðna þætti hennar.
Mengun sem fer út í umhverfið í það miklu magni að hún hafi áhrif, veldur
fráviki frá náttúrulegu eða upprunalegu ástandi á viðkomandi stað, eða fráviki frá
ástandi sem búist er við án áhrifa frá menguninni.
Hvenær þessar breytingar eru óæskilegar og skaðlegar getur verið matsatriði.
Ennfremur geta breytingar átt sér stað yfir langan tíma án þess að menn geri sér
grein fyrir þeim eða sjái beint orsakasamhengi. Það á sérstaklega við, þegar engar
rannsóknir eru til á ómenguðu umhverfi, einnig á það við þegar orsakasamhengið er
mjög flókið. í öðrum löndum eru breytingar yfir lengri tíma kannaðar með
reglubundnu umhverfiseftirliti.
Mengun í landbúnaði má skipta í fimm meginþætti eftir uppruna mengunar og
áfangastað, ef svo má að orði komast. Eftirfarandi flokkun er gerð með tilliti til
aðstæðna hérlendis og rannsókna sem kunnugt er um. Ekki ber þó að skilja þessa
upptalningu svo að mengun af hverju því tagi sem nefnd er, sé fyrir hendi hér á
landi.
1. Mengun nánasta umhverfis, vinnustaðarins
(a) Mengun i og við gripahús og haughús. Norden (1987,21), Grytöyr (1987),
Leknes (1988), Nörgaard (1986).
(b) Mengun í heyhlöðum. Thorkill Hallas (1981), Susanne Gravesen o.fl. (1983),
Thorkil Hallas og Bjarni Guðmundsson (1985), Bjarni Guðmundsson og Thorkil Hallas
(1985), Þorkell Jóhannesson o.fl. (1981).
2. Mengun umhverfis vegna búskaparhátta
(a) Útskolun áburðar og frárennslis í neysluvatn, læki, ár og vötn. Tilvitnanir og
umfjöllun í texta.
(b) Mengun jarðvegs og gróðurs vegna Iyfjanotkunar. Derek Mundell og Sigurgeir
Ólafsson (1982).
(c) Mengun vegna fiskeldis. Tilvitnanir og umfjöllun í texta.
3. Mengun jarðvegs og gróðurs vegna iðnaðar
(a) Loftborin flúormengun frá álverum. Staðarvalsnefnd um iðnrekstur (1986),
Friðrik Pálmason o.fl. (1985).