Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 177
-169-
4. Mengun gróðurs vegna náttúrulegra aðstæðna
(a) Loftborin mengun vegna eldgosa. Björn Sigurðson og Páll A. Pálson (1957),
Guðmundur Kjartansson (1957), Kristinn Stefánsson og Júlíus Sigurjónsson (1957),
Guðmundur Georgsson og Guðmundur Pétursson (1971), Sturla Friðrikson (1983).
5. Mengun uppskeru og búfjárafurða og/eða röskun afurðagæða
(a) Áburðarnotkun og uppskerugæði. Berglind Hilmarsdóttir (1981), Þorsteinn
Þorsteinson og Friðrik Pálmason (1984), Ólafur Reykdal og Grímur Ólafsson (1988).
(b) Jarðvegsháð magn þungmálma í gróðri. Björn Guðmundsson og Þorsteinn
Þorsteinson (1979), Björn Guðmundsson og Þorsteinn Þorsteinsson (1980), Þorsteinn
Þorsteinsson og Friðrik Pálmason (1984).
(c) Fóðrun og meðferð búfjár. Sjá önnur erindi á þessum fundi.
(d) Aðskotaefni 1 matvælum Derek Mundell og Sigurgeir Ólafsson (1982), Þorkell
Jóhannesson og Jóhannes Skaftason (1981).
(e) Fiskeldi. Sjá tilvitnanir og umfjöllun í þessari grein.
Hér verður fjallað um mengun ferskvatns, mengun frá fiskeldi, áhrif lífrænnar
mengunar 1 ám, ferli níturs 1 jarðvegi og útskolun þess úr jarðvegi í árvatn. Þá er
kafli um járnsambönd 1 íslenskum jarðvegi og um afleiðingar af útskolun
járnsambanda. Loks fylgir yfirlit um heimildir um þungmálma i gróðri.
Ekki er kunnugt um rannsóknir á samsöfnun brennisteinsvetnis í haughúsum hér á
landi, en i yfirlitinu um mengun að ofan er vísað til greina í tímaritinu Norden um
eitranir af völdum brennisteinsvetnis í eða við haughús og 1 fjósum í Norður-Noregi.
Einnig er bent á danska grein um búfjárhald og umhverfisvernd, þar sem rætt er um
reglur um geymslu og meðferð búfjáráburðar þar í landi, m.a. um það 1 hvaða tilvikum
þurfi sérstakt framleiðsluleyfi til búrekstrar, sem tryggi að kröfur til
umhverfisverndar séu uppfylltar og búreksturinn gagnvart frekari kröfum.
Niðurstöður umfangsmikilla rannsókna á heymæði birtust í nokkrum greinum á
árunum 1981-1985 í íslenskum landbúnaðarrannsóknum eins og fram kemur í
yfirlitinu um mengun 1 landbúnaði.
Varðandi áburðarnotkun og uppskerugæði er hér einungis vitnað til innlendra
heimilda um nítrat og kadmíum í gróðri. Áhrif áburðarnotkunar á uppskerugæði eru
þó miklu víðtækari án þess að um mengun sé að ræða og sé rétt á haldið bætir
áburðarnotkun gæði uppskerunnar fremur en rýrir. Áburðarnotkunin hefur bein áhrif á
bæði hráprótein, magn og samsetningu þess, steinefni, magn og hlutföll, auk óbeinna
áhrifa á efnahlutföll að öðru leyti.
Flúormengun 1 gróðri hefur hlotið ítarlega umfjöllun m.a. í þeim greinum sem
vitnað er til, bæði vegna Heklugosa og álframleiðslu.