Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 178
-170-
MENGUN í FERSKVATNI
Mengun í ferskvatni er af eftirfarandi uppruna:
Lífræn mengun (saprobiering)
Næringarefnaauðgun (eutrofiering, N og P)
Örverumengun
Eituref namengun
Hitamengun
Svifaur (rof, jarðrask).
Takmarkaðar rannsóknir eru til um mengun af þessu tagi frá landbúnaði hér á
landi. í norsku námshefti "Forurensning fra landbruket" gefið út af
"Landbruksforlaget" árið 1986 eru nefnd dæmi um mengun innan allra þessara flokka
mengunar frá landbúnaði. Sem mengun frá landbúnaði má nefna: ólífræn efni, lífræn
efni, eiturefni, t.d. gegn óþrifum á búfénaði, gegn illgresi o.s.fr., sýkla, mengun frá
olíugeymum og notaða olíu, frárennsli mjólkurhúsa og íbúðarhúsa, þ.á.m. notkun
þvottaefna, frárennsli frá votheysturnum, votheysgryfjum og rúllum, jarðvinnslu,
skurði og áveitur (úr bréfi frá Alfreð Schiöth).
Sem dæmi um lífræna mengun er í fyrrnefndu hefti gefið upp að lauslega megi
áætla að við votheysgerð losni um 25 ms af safa fyrir hver 100 tonn af heyi, magnið
er að sjálfsögðu háð þurrefnisinnihaldi. Ennfremur má draga þá ályktun að í þessum
25 m3 sé um 1,25 tonn þurrefni með 40 kg af nítri og 10 kg af fosfór.
Nœringarefni
Næringarefnaútskolun áburðarefna hefur verið áætluð í einstökum tilfellum. Má sem
nefna að ákoma næringarefna vegna áburðar í Apavatn og Laugarvatn hefur verið
áætluð 42-44% fyrir nítur og 2-3% fyrir fosfór af heildar næringarefnaákomu í þessi
vötn (Jón Ólafsson, 1985). Á svipaðan hátt áætlaði Hollustuvernd ríkisins
næringarefnaútskolun fyrir allt landið árið 1985 sem 5200 tonn N og 130 tonn P.
Gera þessir útreikningar ráð fyrir að um 20% af ábornu N og 2% af ábornu P skolist
út. Bent hefur verið á að þetta sé ofáætlun fyrir nítur og nær sé að reikna með 5-
15% útskolun. Miðað við lægstu töluná verður áætluð útskolun niturs 1300 tonn árið
1985. Þessar tölur gera ráð fyrir síun í gegn um jarðveg.
Mikill styrkur ammoníaks í ám í Borgarfirði við flóð bendir einnig til að um beina
skolun níturs frá rotnandi efni sé að ræða, t.d. frá lífrænum efnum jarðvegs, þar með
töldum búfjáráburði.
Ammoníak er tillífað af mörgum lífverum sem aðaluppspretta níturs og finnst ekki
sem nokkru nemur í ómenguðu vatni við náttúrulegar aðstæður (Brock, 1970). Það
finnst hins vegar við aðstæður sem flokkast undir mengun og þar sem rotnun er