Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 179
-171-
umfram vöxt. Mikill styrkur ammoníaks í vatni er af lífrænum uppruna (rotnun, eða
afoxun á nítrati), eða vegna áburðargjafar. Samkvæmt dönskum heimildum er
ammoníak í ám þar aðallega talið tilkomið vegna beinnar losunar (punktkilde) en í
takmörkuðu mæli vegna útskolunar í gegn um jarðveg (Miljoprojekt nr. 85, 1987),
enda binst ammoníak fastar í jarðvegi en nítrat. í Noregi er t.d. bannað að dreifa
búfjáráburði á snæviþakta eða frosna jörð vegna mengunarhættu (Forskrifter om
lagring og spredning av husdyrgjodsel).
Nítur er oft takmarkandi á næringarlitlum svæðum í mið- og norður Evrópu. Hér á
landi má benda á Þingvallavatn sem dæmi um vatn þar sem nítur er talið
takmarkandi næringarefni. Á slíkum svæðum skilar aukning í nítri sér sem aukning í
framleiðni. Á viðkvæmum næringarfátækum svæðum er stór hluti næringarefnanna
bundinn í lífmassanum. Gróðurinn samanstendur oft af hægvaxta langlífum tegundum.
Aukin framleiðsla vegna aukinna næringarefna verður hjá öðrum hraðvaxta tegundum
og breyting verður á tegundarsamsetningu. Þekktar eru breytingar á
tegundarsamsetningu fátækra vatna með ríkjandi tegundir af ætthvíslunum Littorella,
Lobelia og Isoetes (Lobelia vötn) þegar níturákoman fer yfir 20 kg N/ha/ári (van
Dijk and Roelofs, 1988). Sambærilegar breytingar eru taldar verða á
gróðursamfélögum við áburðargöf á heiðar og önnur gróðurlendi eins og kunnugt er.
Sýnt hefur verið fram á að næringarefnamengun í Þingvallavatni hefði, ef til
kæmi, neikvæð áhrif og drægi úr vexti kransþörunga, sem nú mynda hávaxið
gróðurbelti á 10-20 m dýpi í vatninu (Timo Kairesalo, Karl Gunnarsson, Gunnar S.
Jónsson og Pétur M. Jónasson, 1987).
Ekki er kunnugt um nítratmengun neysluvatns vegna áburðar hér á landi. Til að
vernda neysluvatn ætti ákoma á níturmettuð svæði ekki að fara yfir 51 kg N/ha/ári
þegar grunnvatnsmyndun er 450 mm/ári (Gunnar Jacks, 1988).
Ekki er kunnugt um rannsóknir sem sýnt hafa skaðleg áhrif á umhverfi vegna
áburðarefnamengunar frá landbúnaði hér á landi. Ljóst er þó að ástæða er til að
kanna beina skolun áburðarefna og úrgangsefna frá landbúnaði. Til samanburðar við
mörkin fyrir ákomu níturs að ofan má nefna að hér á landi falla til um 2 kg/ha N í
tilbúnum áburði og búfjáraburði miðað við landið allt, en hins vegar er notkunin á
hvern hektara túns nálægt 110 kg/ha N að meðtöldum búfjáráburði.
Mengun frá fiskeldi
Gert er ráð fyrir að hámarks framleiðslugeta seiðaeldisstöðva árið 1988 sé 15.000.000
af 50 g seiðum. Svarar það til 750 tonna framleiðslu á ári.
Mikið er af erlendum gögnum sem hægt er að nota til viðmiðunar til að áætla
fóðurnotkun og magn úrgangsefna. Ekki er um nákvæm vísindi að ræða því tölur
breytast frá einni eldisstöðinni til annarrar og eru háðar gerð og rekstri stöðvanna.
í áætlunum Hollustuverndar ríkisins er aðallega stuðst við Maroni (1985) og