Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 180
-172-
Stigebrandt (1986). Fóðurnotkun fyrir 750 tonn er áætluð 1350 tonn af þurrfóðri
(fóðurstuðull 1,8). Af því er gert ráð fyrir að 325 tonn fari beint til spillis sem
lífrænn úrgangur. Úrgangsefni frá fiskinum koma bæði með saur og uppleyst gegnum
tálknin.
1. tafla. Heildarmagn úrgangs frá 750 tonna seiða framleiðslu.
Súrefnisþörf (COD) 555 tonn 02/ári
Nítur 45 tonn N/ári
Fosfór 6,4 tonn P/ári
Kornaður úrgangur 325 tonn/ári
Taflan sýnir stærðargráðuna, því með öðrum forsendum fást aðrar tölur, þó ekki
mjög frábrugðnar.
Miðað við landbúnaðinn á öllu landinu veldur seiðaeldi því 3,5%, aukningu á nítri
og 5% aukningu á fosfór í ár og vötn árið 1988. Þá er ekki talið með matfiskaeldi við
ströndina.
í fiskeldi er um beina losun mengunarefna að ræða og segir prósentutalan því
ekkert um áhrif losunar einstakra fiskeldisstöðva á umhverfið. Með Grímsá sem dæmi,
skilaði 76-232 tonna fiskeldisstöð sömu níturmengun og reikningsleg útskolun úr
túnum við ána (4,6-14 tonn). Styrkur mengunarefnanna og þar með áhrifin væru mest
næst sleppistaðnum og dreifðust þaðan niður ána.
Hugmyndir eru uppi um matfiskaeldi inni í landi, t.d. í uppsveitum Árnessýslu þar
sem er mikið af bæði heitu og köldu lindarvatni.
Matfiskaeldisstöðvar þurfa að framleiða mun meira í tonnum til að bera sig en
seiðaeldisstöðvar, og er mengunin því að sama skapi mun meiri. Hámarks fræðileg
hreinsun við útfellingu á svifögnum er 76% af fosfór og 52% af köfnunarefni (Maroni,
1985).
ÁHRIF LÍFRÆNNAR MENGUNAR f ÁM
Áhrifin af auðmeltanlegum lífrænum efnu í frárennsli í ár eru m.a. háð magni lífræna
efnisins í hlutfalli við rennsli árinnar sem frárennslið fer í. Auk þess eru áhrifin háð
náttúrulegru lífríki árinnar, og því hvort frárennslið er stöðugt eða hvort einstöku
sinnum berst mikið magn í einu.
Áhrif lífrænna efna á lífríki í ám hafa verið mikið rannsökuð af vatnalíffræðingum
erlendis, og eru vel þekkt.
Hugsum okkur læk sem ‘á upptök sín í lindum og í hann berst ennfremur
yfirborðsvatn. Botninn er grýttur. Líffræðileg samsetning í læknum er háð
framleiðslunni í læknum og aðstreymi lífrænna efna t.d. úr jarðvegsrofi eða í grasi,