Ráðunautafundur - 15.02.1989, Blaðsíða 182
-174-
Þegar neðar dregur í læknum minnkar magn sviflægra agna og þar af leiðandi
einnig botnfall og þörungarmagnið vex. Þar sem súrefnisþörfin minnkar einnig, vex
súrefnismagnið. Eftir ákveðna fjarlægð frá upptökum, sem er háð magni frárennslisins
og eðli og gerð lækjarins er ástand og uppbygging lífríkisins í læknum eins og áður
en frárennslið barst í hann og sjálfhreinsun lækjarins er lokið.
Við niðurbrot á lífrænu efni losnar næringarefni sem ammoniak (NH+4) og fosfat
(P04s). Ammoníak ummyndast (nitrificerast) af bakteríum í nítrat (N03) eða er tekið
beint af þörungum.
Nítrat getur verið tekið upp af þörungum eða það getur við afnítrun
(dentrification) í seti breyst í N2.
Ójónað ammoníak (NHS) umfram 0,025 mg/1 er talið valda eiturverkunum í fiskum.
Áhrif frárennslisins á dýralífið kemur fram í breytingum á fæðuframboði, i
breytingum á gerð botnsins og í breytingum á súrefnismagni.
Lítið súrefnisinnihald veldur breytingum frá fjölbreyttu dýralífi í fábreytt dýralif
sem samanstendur af Ánum (Tubificidae) og rykmýslifrum af ættkvíslinni Chironomus.
Þessi dýr eru rauð vegna "hemoglobin" sem gerir þeim mögulegt að viðhalda mikilli
súrefnisupptöku þrátt fyrir lítið súrefni í umhverfinu.
Þessi dýr eru setætur og geta því verið i mjög miklu magni þar sem fæðuboðið er
mjög mikið. Vatnskettir geta einnig lifað við þessar aðstæður ef rennslishraði er ekki
mikill. Þeir eru rándýr sem við þessar aðstæður lifa mest á Ánum.
Eftir þvi sem súrefni vex í læknum verður dýralífið fjölbreyttara. Bitmý,
vorflugur og sniglar bætast við. Nýtt jafnvægi er komið á með alhliða fjölbreyttari
samsetningu lífvera og skaðlegum áhrifum frárennslisins hefur verið eytt.
Lifríkið þarf þó ekki að verða eins og áður, því búast má við aukinni
frumframleiðni, auknu lífrænu reki og þar af leiðandi auknu lífmagni í ánni.
NÍTURTAP, FORÐI OG FERLI NÍTURS í JARÐVEGI
Nítur tapast úr jarðvegi við útskolun, fyrst og fremst sem nítrat og við uppgufun í
formi lofttegunda. Níturoxíð, N20, myndast bæði við afoxun nítrats (denitrification),
afnítrun og raunar einnig við myndun nítrats úr ammóníum, nítrun (nitrification).
Tap níturoxíða verður fyrst og fremst við afnítrun. í velræktuðum jarðvegi eru
nítrunarskilyrði góð, en í blautum jarðvegi er hætt við afnítrun. Hve mikið getur
níturtap úr jarðvegi orðið?
Útskolun hefur mælst allt að 30% af N aðfærslu með áburði, lífrænu níturnámi úr
lofti og N í úrkomu (Horne 1980, tilvitnun hjá Ball og Ryden 1984). Þetta var á
vatnasvæði í NV-Englandi með miklum búrekstri og aðfærslu sem svaraði 290 N kg/ha
(2. tafla).