Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 183
-175-
2.tafla. Breytingar á útskolun á einum áratug á úrkomusömu vatnasvœöi meö
miklum búreksri á NW-Englandi. (Horne 1980 tilvilnun hjá Ball og Ryden
1984).
Áborið N kg/ha Útskolun Útskolun % af ábornu
188 30-40 16,0-21,3
290 50-80 17,2-27,6
Framreiknað
120 16,7 13,3-13,9
Níturtap við útskolun úr sendnum jarðvegi með fjölæru rýgresi var 2-5% af ábornu
N og þessi útskolun úr áburðinum var 60-70% af heildarútskolun. Áburðarmagn var
alls 400 kg/ha N, skipt í sex skammta. Dowdell og Webster (1980).
Roger Ball hefur fjallað um ferli níturs í beittu og slegnu graslendi, síðast í
grein þeirra Balls og Rydens (1984) og kemur þar fram að útskolun er miklu meiri úr
beittu landi en slegnu.
Á 6 mánaða tímabili voru 11 kálfar á beit á hverjum hektara, tvo daga í senn, en
landið síðan hvílt í 26 daga. Samanlagt 12 beitardagar. Beitargróður var rýgresi.
3. tafla. Áhrif beitar á níturútskolun úr graslendi. Ball og Ryden, 1984.
Slegið, óbeitt Beitt
Áborið N kg/ha 420 420
Útskolun " 35-40 140-190
" % af ábornu 8-10 33-45
Tap níturs í formi lofttegunda er 10-40% af ábornu N á graslendi samkvæmt
niðurstöðum Woldendorfs, 1968.
Tap við afnítrun er mjög misjafnt eftir jarðvegshita, úrkomu og nítratmagni í
jarðvegi (Ryden og Dawson, 1982). Dreifingartími getur því haft veruleg áhrif á
þetta tap. í enskum tilraunum á slægjulandi nam tap við afnítrun 4,4% eftir fyrri
dreifingartíma, þar sem notuð voru 70 N kg/ha í ammóníumnítrati og 15,0% eftir
seinni dreifingu.
Ball og Ryden (1984) geta um afnítrunartap úr slægjulandi (engin beit) 5-9% af N
ábornu í ammóníumnítrati, 250-500 kg/ha N. Þetta var í suðvestanverðu Englandi og
úrkoma um 650 mm á ári.