Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 190
-182-
lO.tafla. Áhrif nituráburðar á nítratúskolun i grasrœkt í dönskum tilraunum.
(Kjellerup 1983).
Nítur áborið N kg/ha
Leirjörð 0 55 110 165
Sandjörð 0 120/150 240/300 360/650
Nítrat-N kg/ha
Leirjörð: 1979/80 Túnvingull 0,4 1,5 2,4 9,5
1980/81 " 6,6 8,6 16,6 24,0
Sandjörð: 1979/80 Smáragras 10,9 7,9 9,5 19,8
1980/81 " 18,8 13,2 24,4 77,0
Nítrat-N mg/1 í frárennsli
Leirjörð: 1979/80 Túnvingull 0,2 0,7 1,1 4,2
1980/81 1,6 2,1 4,1 6,9
Sandjörð: 1979/80 Smáragras 7,5 5,4 6,5 13,7
1980/81 " 4,0 2,8 5,2 16,5
Til samanburðar við nítratmagn í frárennsli í þessum tilraunum eru mörk fyrir nítrat
í drykkjarvatni 50-100 ppm eða mg/1 (Alþjóða heilbrigðismálastofnunin), 50 ppm
(Efnahagsbandalagið) og 45 ppm (Bandaríkin), skv. Mengel og Kirkby (1987). Einnig
má geta þess að nítrat í árvatni sunnanlands og vestan reyndist í öllum tilvikum
langt innan við 1 ppm N í þeim viðamiklu rannsóknum sem Orkustofnun gekkst fyrir
árin 1972-1974 (Halldór Ármannsson o.fl., 1972; Sigurjón Rist, 1973 og 1976). í
Grímsá svo hún sé enn tekin sem dæmi var að jafnaði 0,07 ppm nítrat-N
(s = 0,067 ppm). Jafnvel í Varmá mældist ekki meir en 0,1 ppm að jafnaði og mest
0,3 ppm nítrat-N, en Varmá var eina áin sunnanlands sem gat talist menguð af
mannavöldum samkvæmt gerlarannsókn.
Af dönsku tilraununum sést (8. tafla), að nítratstyrkur í afrennslisvatni er háður
úrkomu og frárennslismagni og níturupptöku gróðurs. Áhrif níturáburðar á
nítratútskolun er einnig veruleg (9. tafla).
ÞUNGMÁLMAR í GRASI
Magn ýmissa þungmálma (Co, Cu, Fe, Mn, Ni og Zn) hefur verið mælt í grassýnum
víða um land (Björn Guðmundsson og Þorsteinn þorsteinsson, 1979 og 1980). Talið er
að þess séu ekki dæmi hér á landi að svo mikið sé af þungmálmum í grasi að skepnur
bíði tjón af. Kadmíum í áburði, grasi, kartöflum og rófum, lifur og nýrum búfjár