Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 202
-194-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1989
Eftirlit með matvælum - innflutningur matvæla
Jón Gíslason
Hollustuvernd ríkisins
INNGANGSORÐ
Eftirlit með framleiðslu og dreifingu matvæla og annarra neysluvara hér á landi, er í
höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna, undir yfirumsjón Hollustuverndar ríkisins.
Á þetta bæði við um innlenda framleiðslu og innfluttar vörutegundir. Eftirlit með
þessum vörum fer fram bæði á framleiðslu- og dreifingarstöðum, en nú er unnið að
breytingum varðandi framkvæmd eftirlits með innfluttum neysluvörum.
Sérhæft innflutningseftirlit hefur ekki verið hér á landi, en samkvæmt ákvæðum
laga nr. 81/1988, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, skal það hafið um mitt ár
1989. Hollustuvernd ríkisins er falið að annast þetta eftirlit, og er nú unnið að
skipulagningu þess á vegum stofnunarinnar. Stofnunin hefur samvinnu við önnur
Norðurlönd á þessu sviði og hefur einnig haft hliðsjón af skipulagningu og
framkvæmd innflutningseftirlits í þessum löndum, við mótun tillagna fyrir slíkt
eftirlit hér á landi.
Reglur um framleiðslu og dreifingu matvæla, s.s. varðandi efnainnihald og
umbúðamerkingar, gilda jafnt um innlenda framleiðslu og innfluttar vörur. Nýlega
hafa tekið gildi umfangsmiklar reglur um aukefni og merkingu neytendaumbúða fyrir
matvæli og aðrar neysluvörur, en ljóst er að setja verður frekari reglur um
efnainnihald í neysluvörum og framkvæmd eftirlits. Á þetta ekki síst við um
ákvörðun hámarksmagns aðskotaefna, t.d. í grænmeti og ávöxtum, og framkvæmd
innflutningseftirlits.
INNFLUTNINGSEFTIRLIT Á NORÐURLÖNDUM
Skipulagning innflutningseftirlits er mjög misjöfn í hinum ýmsu löndum og það sama
gildir um þær reglur sem segja til um framkvæmd eftirlitsins. Innflutningseftirlit er
því framkvæmt á mismunandi hátt, auk þess sem áherslur í eftirlitinu eru nokkuð
ólíkar, og á þetta ekki síst við um nágrannalönd okkar. í flestum tilvikum er
framkvæmdin í höndum matvælastofnana, sem vinna þetta verkefni í samvinnu við
tollyfirvöld, en þess eru einnig dæmi að tollyfirvöld sjái alfarið um innflutnings-
eftirlitið. í Finnlandi er eftirlitið umfangsmeira en á öðrum Norðurlöndum, og er
framkvæmdin þar í landi í höndum stofnunar á vegum tollyfirvalda (Tullaboratoriet).
Skoðun og rannsókn vörutegunda fer þar í flestum tilvikum fram áður en varan er