Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 203
-195-
tollafgreidd, og er innflutningseftirlit í Finnlandi mjög öflugt. í Danmörku er
eftirlit með innfluttum vörum í höndum matvælaeftirlits í hverju héraði, en
samræming eftirlitsins er í höndum dönsku matvælastofnunarinnar (Levneds-
middelstyrelsen). Sýnataka vegna eftirlits fer að mestu fram á vörulagerum
innflytjenda, þ.e. eftir að vörurnar eru tollafgreiddar. í Noregi leyfa tollayfirvöld
innflutnig á neysluvörum, ef fyrir liggur heimild viðkomandi eftirlitsaðila, og er þar
gerð krafa um að eftirlitsaðili stimpli aðflutningsskýrslur áður en varan er
tollafgreidd. Nú er verið að setja í framkvæmd umfangsmikla breytingu á skipan
matvælaeftirlits í Noregi og verður eftirlitið undir samræmdri stjórn norsku
matvælastofnunarinnar (Statens næringsmiddeltilsyn), en sýnataka verður að mestu í
höndum matvælaeftirlits í hverju héraði. í Svíþjóð er almennt innflutningseftirlit í
höndum heilbrigðiseftirlits í hverju héraði, undir yfirumsjón sænsku matvælastofn-
unarinnar (Statens livsmedelsverk). Sænska matvælastofnunin sér hins vegar alfarið
um rannsóknir á aðskotaefnum í innfluttu grænmeti og ávöxtum, en sýnataka fyrir
þessar vörur er þá í höndum annars aðila (Lantbruksstyrelsens váxtinspektion).
Sú mynd sem hér er gefin af innflutningseftirliti í nágrannalöndum okkar, er ekki
nákvæm lýsing á skipulagningu og framkvæmd eftirlitsins, þar sem ekki er mögulegt
að gera grein fyrir þessum þáttum í stuttu máli. Þess má geta, að þegar um
innflutning tiltekinna vörutegunda er að ræða, s.s. landbúnaðarafurða, er eftirlit í
sumum tilvikum í höndum annarra aðila en þeirra sem tilgreindir eru hér að framan.
Þetta á sérstaklega við um innflutning á mjólkurafurðum og kjöti og kjötafurðum.
Einnig getur verið um sérstakt eftirlit að ræða varðandi innflutning á fiski og
fiskafurðum. Hollustuvernd ríkisins getur gefið upplýsingar um það hvert hlutverk
eftirlitsstofnana í þessum löndum er, en í fylgiskjali er gefið yfirlit yfir þá aðila sem
vinna að innflutningseftirliti í þeim löndum sem hér hafa verið nefnd.
EFTIRLITSÞÆTTIR
Eftirlit með innflutningi matvæla og annarra neysluvara er umfangsmikið og tekur
m.a. til eftirtalinna atriða:
- Gerlafræðilegir þættir
- Efnafræðilegir þættir
- Plöntusjúkdómar
- Staðlar/leyfisveitingar
- Umbúðamerkingar
- Útlit vörunnar/skynmat
Gerlafræðilegar athuganir eru umfangsmiklar, þegar um innflutning viðkvæmra
vörutegunda er að ræða, en hin síðari ár hefur orðið mikil aukning á eftirliti varðandi