Ráðunautafundur - 15.02.1989, Blaðsíða 205
-197-
sem nauðsynleg eru. Þá mun stofnunin sjá um þær athuganir og rannsóknir, sem
gerðar verða, bæði á tollafgreiddum og ótollafgreiddum vörum, auk þess að annast
úrvinnslu gagna og aðra málsmeðferð.
- Tollstjórar annist sýnatöku ótollafgreiddra vörutegunda samkvæmt leiðbeiningum
og undir yfirstjórn Hollustuverndar. Þá er gert ráð fyrir samvinnu milli
Hollustuverndar og tollyfirvalda um gagnasöfnun varðandi innfluttar neysluvörur.
- Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna annist eftirlit og sýnatöku í smásöluverslunum,
undir yfirumsjón Hollustuverndar.
Eins og hér kemur fram, er gert ráð fyrir að Hollustuvernd hafi yfirumsjón með
eftirlitinu, og velji áherslur varðandi skoðun og rannsókn vörutegunda.
Þær tillögur, sem hér er getið um, eru á umræðustigi og því er ekki mögulegt að
segja til um hver endanleg skipan og framkvæmd eftirlitsins verður.
RANNSÓKNAÞÖRF
Eftirlit með innfluttum neysluvörum grundvallast á þeim reglum, sem settar eru
varðandi umbúðamerkingar, efnainnihald og aðra þætti, auk viðmiðunarreglna sem gilda
um samsetnigu varanna og gerlafræðilegt mat þeirra. Til að hægt sé að framfylgja
þessum reglum, verður fullnægjandi rannsóknaaðstaða að vera fyrir hendi, auk þess
sem eftirlitið má að hluta til framkvæma með skoðun umbúðamerkinga og vottorða
varðandi efnainnihald og samsetningu.
Innflutningur á viðkvæmri kælivöru er takmarkaður hér á landi, m.a. vegna þess
að ekki er heimilt að flytja inn tilteknar landbúnaðarvörur, s.s. kjötvörur og
mjólkurafurðir. Gerlafræðilegt eftirlit mun því ekki verða eins umfangsmikið og það er
nú varðandi innlenda matvælaframleiðslu. Efnafræðilegar rannsóknir munu því verða
umfangsmeiri, en aðstaða til slíkra rannsókna er ekki fullnægjandi i dag. Ástæðu
þessa má meðal annars rekja til þess, að íslenskt matvælaeftirlit hefur frá upphafi að
mestu verið byggt á gerlafræðilegum rannsóknum. Aukin notkun aukefna og annarra
efnasambanda, við matvælavinnslu og -framleiðslu, gerir það að verkum að eftirlit með
þessum þáttum er nú mikilvægara en áður var. Umhverfismengun getur einnig haft
áhrif á efnasamsetningu neysluvara eins og kunnugt er.
í samræmi við bráðabirgðaákvæði áðurnefndra laga, um hollustuhætti og heil-
brigðiseftirlit, gerði Hollustuvernd ríkisins áætlun um uppbyggingu aðstöðu til
efnarannsókna á neysluvörum. Stofnunin gerði slíka áætlun í samvinnu við fulltrúa
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, m.a. með það í huga að nýta sem best aðstöðu
þeirrar stofnunar. í áætlun þessari kom fram kostnaður við uppbyggingu og rekstur
efnarannsókna, auk þess sem gerð var grein fyrir rannsóknaþörf, þ.e. hvaða
efnasambönd eða efnaflokka mikilvægt væri að greina og í hvaða tilgangi.
Samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, átti að leggja
L