Ráðunautafundur - 15.02.1989, Side 206
-198-
framangreinda áætlun fyrir alþingi haustið 1988. Ekki er nú talið líklegt að fjármagni
verði veitt til efnarannsókna eða uppbyggingar efnarannsóknaaðstöðu á fjárlögum fyrir
árið 1989. Því má gera ráð fyrir að efnarannsóknir á innfluttum neysluvörum verði
takmarkaðar þegar innflutningseftirlit hefst, en rétt er að geta þess, að framkvæmd
efnarannsókna er ekki síður mikilvæg vegna eftirlits með innlendri framleiðslu.
LÖG OG REGLUR
Heilbrigðiseftirliti Hollustuverndar ríkisins er falið að annast vöruskráningu og eftirlit
með innflutningi matvæla og annarra neysluvara, sbr. lög um hollustuhætti og heil-
brigðiseftirlit. Eins og hér hefur komið fram, er líklegt að stofnunin vinni að þessu
verkefni í samvinnu við aðra aðila, s.s. tollyfirvöld og heilbrigðiseftirlit
sveitarfélaganna, en þannig að Hollustuvernd hafi yfirumsjón með eftirlitinu.
Ljóst er að setja verður reglugerð um innflutningseftirlit, þar sem kveðið verði á
um framkvæmd, heimildir og skyldur eftirlitsaðila, auk málsmeðferðar. Jafnframt
verður að taka ákvörðun um fjármögnun eftirlitsins, s.s. vegna efnarannsókna. Þá er
mikilvægt, að sem fyrst verði sett almenn reglugerð um hámarksmagn aðskotaefna í
neysluvörum, þar sem gildandi reglur á þessu sviði eru takmarkaðar hér á landi. Við
setningu slíkra reglna er eðlilegt að miða við þær reglur um aðskotaefni, sem gilda í
nágrannalöndum okkar, en árið 1987 var gefin út skýrsla þar sem bornar eru saman
reglur um aðskotaefni á Norðurlöndum (1).
Af öðrum reglum, sem mikilvægar eru vegna innflutningseftirlits, má nefna tvær
reglugerðir sem nýlega hafa tekið gildi, en það eru reglugerð um aukefni í matvælum
(nr. 409/1988) og reglugerð um merkingu neytendaumbúða fyrir matvæli og aðrar
neysluvörur (nr. 408/1988). Framkvæmd innflutningseftirlits miðast við að tryggja, að
ákvæði þessara og annarra reglugerða séu virt.
SAMVINNA MILLI NORÐURLANDANNA
Fulltrúi Hollustuverndar ríkisins tók þátt í starfi samnorrænnar vinnunefndar, sem
falið var að vinna að samræmingu innflutningseftirlits á Norðurlöndum. Skýrsla um
störf nefndarinnar var gefin út árið 1987 (2). Kemur þar fram hvernig innflutnings-
eftirlit er byggt upp og framkvæmt í hverju landi fyrir sig, auk þess sem birtar eru
upplýsingar um innflutning til hvers lands og einnig verslun með neysluvöru milli
Norðurlandanna.
Nefndin kom á fót tilkynningakerfi, sem nefnt er "Nordisk kontaktnett for
næringsmidler". Tilgangur þess er sá að löndin sendi tilkynningar, þegar innflutningur
vörutegunda er ekki heimilaður, eða ef eftirlitsaðilar stöðva sölu vörutegunda, sem
taldar eru geta valdið heilsutjóni. Fjöldi tilkynninga hefur borist til Hollustuverndar
frá Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku og einnig nokkrar frá Noregi. Margar þeirra
tilkynninga sem berast frá Danmörku, koma upprunalega frá þeim löndum sem aðild