Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 207
-199-
eiga að Evrópubandalaginu, en tilkynningar frá öðrum Norðurlöndum eru vegna þess
eftirlits sem þar er framkvæmt. Allt eftir eðli málsins, eru upplýsingar milli landanna
gefnar gegnum síma, eða sendar með telefax eða bréfi.
Samstarf milli Norðurlandanna á þessu sviði er mjög mikilvægt. Upplýsingar sem
berast milli landanna má nota við skipulagningu eftirlitsins og val á áherslum, en
einnig í beinu eftirliti og þá ekki síst þegar skjótra aðgerða er þörf. Þá má geta
þess, að ýmsar samnorrænar nefndir vinna nú að samræmingu eftirlitsþátta og
matvælalöggjafar á Norðurlöndum, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir verslunar-
hömlur milli landanna og jafnframt að einfalda innflutningseftirlit.
LOKAORÐ
Ráðgert er að hefja sérhæft eftirlit með innflutningi matvæla og annarra neysluvara
á árinu 1989. Eftirlitið mun í byrjun beinast að skoðun vörutegunda með tilliti til
umbúðamerkinga og þá um leið innihalds aukefna, en einnig er í vissum tilvikum
ráðgert að krefjast vottorða varðandi efnainnihald eða aðra þætti. Skipulögð
rannsóknaverkefni verða einnig framkvæmd, að svo miklu leyti sem það verður
mögulegt, með tilliti til þeirrar aðstöðu sem fyrir hendi er til rannsókna og þess
fjármagns sem varið verður í efnarannsóknir.
Eftilit með innflutningi matvæla hér á landi, verðu að framkvæma með samvinnu
fleiri aðila, ef raunhæfur árangur á að nást. Þá verður að leggja áherslu á
áframhaldandi samstarf við önnur Norðulönd á þessu sviði, í þeim tilgangi að auðvelda
eftirlitið og gera það um leið markvissara.
HEIMILDIR OG ÝTAREFNI
(1) PNUM,1987. Bestámmelser om frámmande ámnen i livsmedel (kontamin-
anter). Nordisk jámförelse. PNUN-rapport 1987:3.
(2) PNUN, 1987. Samordning av overvákning og kontroll av importerte
nœringsmidler. Rapport fra en prosjektgruppe under PNUN, mars 1987.