Ráðunautafundur - 15.02.1989, Qupperneq 210
-202-
kerfisvirk efni, eru einskorðuð við skrautjurtir. Við skráningu efnasambands er
viðurkenndur leiðarvísir um notkun, þar sem tiltekið er hversu mikið skuli nota af
efninu. Til að tryggja nægjanlegt niðurbrot fyrir neyslu er oft settur hættufrestur,
en það er sá lágmarkstími er skal liða frá notkun efnisins og þar til upp má skera.
MARKGILDI
Þar sem fylgst er með aðskotaefnum í matjurtum, eru sett markgildi, sem kveða á um,
hversu mikið megi vera hið mesta af tilteknu varnarefni í tiltekinni plöntuafurð.
Markgildið ákvarðast af því, hversu mikið megi innbyrða af efninu hvern dag, án þess
að hætta sé talin stafa af (ADI: "acceptable daily intake") og því, hversu mikilvæg
viðkomandi plöntuafurð er í daglegri neyslu manna. Þannig eru markgildi yfirleitt
lægri fyrir kartöflur en t.d. ávexti.
Á vegum tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna (FAO og WHO) starfar
staðlaskrárnefnd (Codex Alimentarius Commission) sem m.a. vinnur að því að ákvarða
markgildi fyrir hin ýmsu varnarefni í mismunandi tegundum matvæla. Þegar reglur um
markgildi eru settar í einstökum löndum, eru Codex-gildin oftast notuð, en þó er
ekki óalgengt í nágrannalöndum okkar, að sett séu strangari mörk. Sé óheimilt að
nota tiltekið efni á matjurtir er markgildið oft haft það lágt, að nær útilokað er að
nota efnið án þess að magn leifa fari yfir leyfileg mörk.
Þegar meira mælist af tilteknu varnarefni en leyfilegt er, geta verið á því ýmsar
skýringar. Má vera að ræktandinn hafi notað of mikið af efninu, ekki virt
hættufrestinn eða notað efni, sem ekki er leyft á matjurtir. Einnig er hugsanlegt, að
markgildið sé það lágt, að það í raun útiloki notkun efnisins á matjurtir. Ákveðin
matjurtasending getur verið ólögleg I einu landi vegna of mikils magns af tilteknu
efni en fullkomlega lögleg í öðru, þar sem mörk eru rýmri.
ISLAND
Hér á landi eru engar reglur um leyfileg mörk hinna mismunandi varnarefna í
matjurtum, ef undan er skilin reglugerð nr. 349/1982 um mörk lindans (hexicíð og
ísómera þess) og tíabendazóls í tilteknum matjurtum, smjörfitu og smjörlíkisfitu.
Yfirvöld hafa nokkra stjórn á notkun þessara efna innanlands. Ekki eru flutt til
landsins önnur efni en samþykkt hafa verið til notkunar og verið skráð á lista. Hægt
er með skömmum fyrirvara að taka af markaði efni, komi upp efasemdir um notkun
þeirra. Efni, sem líkleg eru til uppsöfnunar, eru ekki Ieyfð á matjurtir. Til að kaupa
og nota hin hættulegri efni þarf skírteini og til að fá skírteini þarf viðkomandi að
hafa fengið fræðslu um notkun efnanna. Hins vegar er ekki fylgst með, hvernig að
notkun efnanna er staðið og ekki gerðar reglubundnar mælingar á leifum efnanna.
Þegar um innfluttar matjurtir er að ræða, stöndum við verr að vígi. Við vitum
ekki, hvaða efni eru notuð við ræktunina og í hve miklum mæli. í heitari löndum er