Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 211
-203-
við ýmsar plágur að glíma og víða skortir á aðhald með notkun varnarefna. Margir
hafa óttast, að hingað sé beint grænmeti og ávöxtum með óhæfilegu magni
aðskotaefna, þar sem vitað sé, að hér er ekkert eftirlit. Það sama óttast menn í
Noregi, og eru þar þó efnagreind árlega um 1000 sýni. Á Norðurlöndunum er eftirlitið
best í Finnlandi og Svíþjóð. Ætla má að innflutningi Svía svipi að nokkru til
innflutnings hingað og því áhugavert að skoða nánar hvað eftirlit Svía hefur leitt í
ljós.
SVÍÞJÓÐ
í Svíþjóð eru tekin sýni af matjurtartegundum í hlutfalli við mikilvægi þeirra á
sænskum markaði. Yfirleitt er búið að selja vöruna, þegar niðurstöður liggja fyrir.
Leiði efnagreining í ljós, að matjurtasendingin innihaldi meira af einhverjum
varnarefnum en heimilað er, er sett sölubann á viðkomandi matjurtartegund frá hinum
erlenda seljanda. Sala er ekki leyfð á ný fyrr en sýnt hefur verið fram á við
efnagreiningu, að magn varnarefna sé komið innan leyfilegra marka og greiðir
seljandi kostnað við sýnatöku og efnagreiningu.
Árið 1987 voru af handahófi tekin 4163 sýni í Svíþjóð. Af þeim reyndust 2,0%
innihalda meira af varnarefnum en heimilað er (sjá 1. töflu). Árin 1986 og 1985 var
tilsvarandi hlutfall 1,7% og 3,2%. Meira var um það i innfluttum matjurtum, að farið
var yfir mörkin (2,5%) en í sænskum (0,4%). Þegar tekin voru sýni vegna gruns, m.a.
vegna fyrri brota, reyndust 11% sýnanna vera yfir mörkum. í 2. töflu eru listuð þau
efnasambönd, sem fundust yfir markgildum. Skal hér til fróðleiks sagt stuttlega frá
þeim þremur sem oftast komu fyrir.
Methamidophos sker sig úr og kom lang oftast fyrir. Efni þetta er virkt gegn
skordýrum og mítlum (áttfætlumaurum). Það er í flokki lífrænna fosfórsambanda,
skylt acephat. Lífræn fosfórsambönd eru yfirleitt mjög eitruð en hins vegar er lítil
hætta á uppsöfnun þeirra í náttúrunni. Verslunarheiti eru Filitox, Monitor og
Tamaron, en þau eru ekki skráð á Norðurlöndunum svo vitað sé. Markgildi eru í
Svíþjóð 0,2 mg/kg og í Danmörku 0,2 mg/kg í ávöxtum og 0,5 mg/kg í berjum og
grænmeti. Hæsta gildið, sem mældist i Svíþjóð 1987, var í gúrkum frá Spáni, 1,58
mg/kg. Á Spáni er methamidophos leyft á matjurtir með 3ja vikna hættufresti, en
nokkur lönd takmarka efnið við skrautjurtir.
Dithiocarbamöt er samheiti fyrir flokk efna sem notuð eru gegn sveppum. Hér er
á skrá eitt slíkt, Dithane M45, sem inniheldur mancozeb. Af öðrum má nefna thiram,
metham-Na, nabam, maneb og zineb. Efni þessi eru hlutfallslega lítið eitruð fyrir
menn, en niðurbrotsefnið etylentiourea (ETU) er talið stökkbreytivaldur. Markgildi i
Svíþjóð er 0,5 mg/kg fyrir gulrætur, en annars 1,0 mg/kg. í Danmörku er markgildi
frá 0,1 mg/kg i kartöflum upp í 2 mg/kg í ávöxtum og blaðgrænmeti. Hæsta gildið,
sem mældist í Svíþjóð 1987, var 3,53 mg/kg í nektarínum frá Spáni.