Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 212
204-
Diphenylamin er stýriefni, sem notað er til að ráða bót á galla sem getur komið
fram í eplum og perum. Brúnar skellur koma á hýðið og ber einkum á því þegar
ávextirnir eru tíndir illa þroskaðir. Diphenylamin vinnur gegn þessum galla og er
best að nota það innan viku frá uppskeru. Markgildi í Svíþjóð er 3,0 mg/kg og í
Danmörku 5 mg/kg. Hæsta gildið mældist í perum frá Argentínu, 6,62 mg/kg.
ÖNNUR NORÐURLÖND
í Noregi voru árið 1987 tekin 998 sýni til rannsókna vegna leifa varnarefna, þar af
487 úr norskum matjurtum og 511 úr innfluttum. í Danmörku voru árið 1985 tekin
samtals 1337 sýni, þar af 748 úr dönskum og 589 úr innfluttum matjurtum. Áætlað
var að taka 635 sýni árið 1987 en skýrsla um rannsóknir áranna 1986-87 hefur enn
ekki birst. í Finnlandi voru tekin yfir 5000 sýni úr innfluttum matjurtum árið 1987.
Niðurstöður annarra Norðurlanda eru ekki ósvipaðar hinum sænsku. Þó hefur í Noregi
fremur mælst yfir mörkum í norskri framleiðslu (Engegárd 1987) og í Finnlandi hefur
meira mælst yfir markgildum í innfluttum matjurtum en i Svíþjóð.
LOKAORÐ
Það hefur dregist um of að setja markgildi fyrir aðskotaefni í matvælum og hefja
eftirlit með slíkum efnum hér á landi. En nú er rétta stundin upp runnin. Árið 1986
hófst vinna á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, sem miðar að því að samræma
markgildi aðskotaefna á Norðurlöndunum og einnig eftirlitsaðferðir. Vinnuhópurinn
hefur þegar gefið út yfirlit yfir þær reglur, sem 1 gildi eru ásamt lýsingu á
eftirlitsaðferðum (rit PNUN 1987:3). Samræmingarvinnan er hafin og fyrstu tillögur
hafa verið sendar út til umsagnar. Eiturefnanefnd hefur skilað tillögum að markgildum
fyrir ýmis aðskotaefni í nokkrum tegundum matvæla. Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið hlýtur þvi á næstunni að gefa út reglugerð með íslenskum
markgildum fyrir aðskotaefni.
Það er hlutverk Hollustuverndar ríkisins að hafa eftirlit með magni aðskotaefna í
matvælum. Reglur um markgildi hafa visst fælingargildi, sem þó hlýtur að dofna,
verði þeim ekki fylgt eftir af eftirliti. Það verður að gera Hollustuvernd kleift að
framfylgja komandi reglum og samvinna milli Holiustuverndar og Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins um efnagreiningar gæti án efa dregið úr kostnaði.
Það verður að meta, hversu miklu skuli kosta til við eftirlit. Liklegt er, að
matjurtir beri að einhverju eða öllu leyti kostnaðinn við eftirlitið og ekki er æskilegt,
að verð þeirra hækki um of. Þar þarf þvi að finna hinn gullna meðalveg sem ætíð.
Árið 1985 var tekið 1 sýni fyrir hver 581 tonn af innfluttum matjurtum í Danmörku
og 1 sýni fyrir hver 882 tonn af danskri framleiðslu. Sé svipaður fjöldi sýna tekin
hér yrði árlegur fjöldi sýna innan við 50. Vegna smæða sendinga hingað og fjölda yrði
þó að taka hlutfallslega fleiri sýni hér til að sambærilegt eftirlit fáist.