Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 216
-208-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1989
Dýravernd
Sigurður Sigurðarson
Sauðfjárveikivörnum
og
Sigurður H. Richter
Tilraunastöð Háskólans að Keldum
DÝRAVERNDARNEFND
í Dýraverndarnefnd eiga sæti þessir 5 menn:
Jónas Jónasson, búnaðarmálastjóri, fulltrúi skv. tillögu Búnaðarfélags íslands.
Sigríður Ásgeirsdóttir, lögfr., fulltrúi skv. tillögu Samb. dýraverndarfél. íslands.
Rögnvaldur Ingólfsson, dýral., fulltrúi skv. tillögu Dýralæknafélags íslands.
Sigurður H. Richter, sníkjudýrafr., fulltrúi skv. tillögu Hins ísl. náttúrufr.félags.
Sigurður Sigurðarson, dýral., fulltrúi skv. tillögu Menntamálaráðuneytis.
í gildandi lögum um dýravernd, lög nr. 21 13. apríl 1957, V kafli, 17. gr. segir
m.a. um hlutverk Dýraverndarnefndar:
Menntamálaráðuneytið hefur yfirumsjón allra mála er varða dýravernd.
Ráðuneytið nýtur aðstoðar Dýraverndarnefndar um stjórn þeirra málefna—
-. Tillagna Dýraverndarnefndar skal leitað við setningu reglugerða eða
annarra stjórnvaldsreglna um dýravernd. Nefndinni er og skylt að gera
tillögur til Menntamálaráðuneytisins um allt það er horfir til framdráttar
dýravernd í landinu. Dýraverndarnefnd skal láta löggæslumönnum,
ákæruvaldi og dómstólum í té umsagnir um málefni, er varða dýravernd,
eftir tilmælum þeirra. Nefndin skal ennfremur beita sér fyrir því að
auka þekkingu manna og skilning á dýraverndarmálum. Dýraverndarnefnd
starfar kauplaust.
Dýraverndarnefnd sú, sem nú situr, kom fyrst saman 23. febrúar 1983. Hún átti
þátt í gerð reglugerðar um loðkanínurækt, sem samþykkt var 1984. Hún lagði
frumvarp að nýjum dýraverndarlögum fyrir stjórnvöld 14. maí 1986. Reglugerð um
hænsnahald í búrum var samþykkt 1986. Nefndin hefur undirbúið reglugerðir um
aðbúnað svína, flutning á lifandi dýrum og í undirbúningi eru reglur um loðdýrahald í
búrum. Nefndin og einstakir nefndarmenn hafa haft afskipti af mörgum
dýraverndarmálum beint og óbeint, farið í skoðunarferðir og leitað til ýmissa aðila til
að kynnast viðhorfum þeirra.