Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 239
-231-
hefur sérstök Salmonellanefnd á vegum Heilbrigðisráðuneytisins látið gera tvær
athuganir á salmonellu í kjúklingum. Salmonella fannst í 17% sýna í fyrri könnuninni
og 10% í þeirri seinni (12).
Mikið hefur verið reynt til að halda landinu salmonellafríu en það hefur ekki
tekist.
Spurningin er því hvort skera eigi niður og sótthreinsa eigi þau bú þar sem smit
hefur fundist eða hvort eigi að læra að lifa með þessu vandamáli eins og flestar
okkar nágrannaþjóðir hafa gert. Aukið innra gæðaeftirlit, nákvæmir heilbrigðisstaðlar
og fræðsla geta komið að miklu meira gagni en boð og bönn sem sett eru án þess að
eftirlitskerfið virki.
Stefna heilbrigðisyfirvalda hefur verið að banna sölu á ferskum kjúklingum (13) og
óskum um dreifingu og sölu á ferskum kjúklingum hefur verið hafnað, jafnvel þótt
mun auðveldara sé að fylgjast með salmonellu en áður var hægt og þrátt fyrir betri
kæliaðstöðu og betri aðstæður í verslunum en áður þekktust. Þróun í pökkun á
kjúklingum í loftskiptar umbúðir getur einnig aukið öryggi þessarar framleiðslu (14).
Neysla á kjúklingum og öðru fuglakjöti er stöðugt að aukast í nágrannalöndunum.
Þeir eru þar ódýrari en annað kjöt, þeir eru magrari og henta mjög vel í alls konar
tilbúna rétti og hraðrétti. Salan á ferskum kjúklingum og kjúklingabitum er þar
töluverð (15). Kjúklingakjöt er dýrasta kjötið hér á landi ef miðað er við heila
skrokka en ef miðað er við efni í helgarmáltíðir er verðið svipað og fyrir annað kjöt.
Kjúklinganeysla á eftir að aukast ef tekst að lækka framleiðslukostnað, koma á virku
gæðaeftirliti og ef stunduð er markviss vöruþróun.
Hrossak jöt
Neysla á hrossakjöti hefur dregist mjög mikið saman á síðustu árum. Sú þróun sem
orðið hefur í meðferð á öðru kjöti hefur ekki orðið á hrossakjötinu. Mikið er ógert í
sambandi við pökkun, geymslu, dreifingu og vinnslu. Hrossakjötið er ódýrasta kjötið á
markaðnum. Það ætti því að að vera hagkvæmasti kosturinn í sambandi við útflutning
á kjöti. Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að geyma úrbeinað og kælt hrossakjöt
í 3 mánuði í kæli (9). Með góðu hreinlæti og réttri meðferð er hægt að gera svipaðar
og mun ódýrari vörur úr hrossakjöti og folaldakjöti og nú eru gerðar úr nautakjöti.
Það er löngu orðið tímabært að einhver sérhæfði sig í framleiðslu á hrossakjöti til að
bjóða upp á ódýra valkosti úr hrossakjöti. Nokkrar pylsur, "roast beef' o.fl. úr
hrossakjöti voru kynntar og framleiddar á endurmenntunarnámskeiði fyrir
kjötiðnaðarmenn í nóvember og vöktu mikla athygli.
Önnur hráefni
Önnur hráefni í unnar kjötvörur eru lifur, hjörtu, nýru, blóð, salt, undanrennuduft,
sykur, kartöflumjöl, hveiti, sojamjöl, mjólkurprótein, sojaprótein, matarlím, krydd og