Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 249
-241-
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1989
Atvinnumöguleikar kvenna f sveitum
Ágústa Þorkelsdóttir
Bóndi, Refsstaö, Vopnafiröi
INNGANGUR
Mér er það mikil ánægja að fá tækifæri til að flytja erindi um mitt aðaláhugamál hér
á þessum fundi. Trúlega opnast mér hér í fyrsta skipti réttur vettvangur til að boða
það sem ég hef í spéskap stundum kallað "perestrojku" í ísl. landbúnaði. Þ.e.a.s. nýja
hugsun. Hér á þessum stað þarf ég ekki að tíunda stöðu hefðbundins landbúnaðar,
loðdýraræktar eða fiskeldis. Ég þarf heldur ekki að skýra ykkur frá því að það er
fleira fólk sem kýs að búa í sveitum, en getur haft lífsafkomu af hefðbundnum
landbúnaði.
Sú nýsköpun atvinnu sem ég hef í huga, snertir á engan hátt fullvirðis-
réttarumræðuna, enda hefur sá þáttur landbúnaðar næga málsvara með og á móti. Ég
hef aftur á móti unnið að því nú um nokkurra mánaða skeið að vekja áhuga fyrir
annars konar atvinnustarfsemi í sveitum. Öllum má ljóst vera að tekjur sveitafólks af
hefðbundnum landbúnaði nægja ekki öllum fjölskyldum til að fullnægja nútímakröfum
um lífshætti.
Má benda á þá staðreynd að umhirða 225 ærgilda sauðfjárbús er talin eitt ársverk,
en á kúabúum 246 ærgildi. 1987 höfðu 64% hreinna sauðfjárbúa minni fullvirðisrétt en
nam ársverki, 18% kúabúa voru undir þeirri stærð. En ef öll sauðfjár- og kúabú í
landinu voru talin höfðu 41% þeirra minni fullvirðisrétt en nam einu ársverki. Þetta
sýnir okkur að víða vantar atvinnu og tekjumöguleika fyrir annan aðila búrekstrar.
Ennþá er það svo að þessi aðili er í flestum tilfellum bóndakonan og því hef ég snúið
mér að því að leita atvinnumöguleika fyrir konur, þó þeir hinir sömu möguleikar geti
í mörgum tilfellum nýst körlum. Margir bændur stunda aukavinnu með búskap, þeirra
konur eru þá bændur í fullu starfi heimafyrir.
Bændakonur hafa hingað til ekki staðið i fararbroddi nýsköpunar í landbúnaði, þær
hafa tileinkað sér nýjungar á hljóðlátan og ósýnilegan hátt, rétt eins og þær hafa
ævinlega unnið sín störf. Lítið hefur verið sinnt um að nýta þeirra verkkunnáttu og
seiglu við að takast á við vandann. Þar er óplægður akur. Vaxtarbroddurinn og
leynivopnið í baráttunni gegn byggðaröskun er í höndum sveitakvenna.
Hverjir eru svo atvinnumöguleikar kvenna i sveitum, hvað geta þær, hvað vilja
þær, og hvað er framkvæmanlegt?
Margir möguleikar eru þegar fyrir hendi, suma nýtum við, aðra ekki. Margar