Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 251
-243-
HUGMYNDIR
Margar hugmyndir um störf hafa komið fram, raunhæfar og óraunhæfar. Margir hafa
af stórhug og dugnaði lagt í nýjan atvinnurekstur í sveitum. Glæsilegasta dæmið um
slíkt er ferðaþjónusta bænda og er hlutur kvenna þar ósmár. En margar góðar
hugmyndir hafa lent í salt vegna ótrúlegrar þröngsýni og neikvæðra viðbragða. Má
þar nefna t.d. hugmyndabanka Stéttarsambandsins, sem fékk nafnið maðkaskrá og
nýttist helst misvitrum alþingismönnum til spéskapar í kosningaslag. Þar er að finna
fjölda hugmynda sem geta gefið aukatekjur og jafnvel árstekjur.
Yið, sem höfum áhuga á nýsköpun atvinnu í sveitum verðum að minnast þess að
engin hugmynd er svo slæm að ekki sé rétt að ræða hana. í þeirri umræðu getur
kviknað ný og bitastæð hugmynd út frá upphafshugmyndinni. Markmiðið verður að vera
að skapa nægjanlega arðsemi og laga hugmyndirnar að aðstæðum þeirra sem ætla að
vinna verkið. Þar ætti að verða vettvangur ráðunautaþjónustunnar. Sveitafólk leitar
gjarnan til ráðunauta fyrst og þá skiptir miklu máli hvernig þeir bregðast við. Jákvæð
viðbrögð og hvatning geta skipt sköpum.
Ég ætla að nefna hér nokkrar hugmyndir sem ýmist hefur verið hrint í
framkvæmd eða bíða kjarkmikilla brautryðjenda.
Hálmvinnsla
í byrjun nægir að sá t.d. rúgi i gamlan kartöflugarð. Rúgurinn þarf ekki að ná
fullum þroska, svo sumarveðrátta hefur ekki afgerandi áhrif. Uppskorið er með
handskurði, hálmurinn búntaður og geymdur í rakalitlu útihúsi. Úr hálminum má búa
til nytja- og skrautmuni. Við vinnslu skiptir handavinna mestu, verkfæri og
útbúnaður sáralítill og ódýr. Vinnslu má stunda á hvaða árstíma sem er, þegar hlé
gefst frá bústörfum. Kostur þessarar hugmyndar er að hún byggir á nýtingu lands,
húsa og vinnuafls sem víðast er fyrir hendi. Aðgengilegt starf fyrir mæður sem þurfa
að sinna börnum sínum. Stórhuga konur geta svo bætt við meira vélvæddri vinnslu.
Matvœlavinnsla
Úr framleiðsluvörum landbúnaðarins og jarðargróða má fullvinna ýmis konar matvæli í
sveitum. Má þar benda á minni sláturhús og ónotað skólahúsnæði sem heppilega
vinnustaði. Vinnsla á fiskafurðum getur líka komið til greina, s.s. þorskhausavinnsla.
Það er ekki vansalaust að allt gæludýrafóður skuli vera innflutt. Ótal ljón eru í vegi
þess að hrinda matvælavinnslu af stað. Þeir sem hafa viðrað slíkar hugmyndir fá sem
andsvar langa fyrirlestra um reglugerðir og tilskilin leyfi eða upplýsingar um að slíka
starfsemi sé ekki hægt að reka nema í miljóna-verksmiðjum. Enginn virðist vera
tilbúin til að reikna út að smærri einingar geti rétt eins verið arðbærar. En þessa
röksemd höfðu við bændafólk Iöngum heyrt varðandi búskap, þó aldrei hafi tekist að
sanna að stórbúskapur skili, þegar upp er staðið, betri afkomu en smærri