Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 261
-253-
RÁÐUN AUT AFUNDUR 1989
Sýningahald og dómar f hrossarækt
Þorkell Bjarnason
Búnaðarfélagi íslands
Tilgangur með ræktun búfjár er sá að bæta framleiðslugetuna. Við ræktun reiðhrossa
er fjöldi atriða, sem reynt er að bæta. Annars vegar eru hæfileikar sem svo eru
kallaðir, þ.e. vilji, geð, gangtegundir og sköpulag hins vegar, og hafa hvort um sig
jafnt vægi í dómskala.
Gott uppeldi og rétt hefur höfðuþýðingu til þess að svipfarið fái réttlátan dóm.
Svipfarið sjáum við, margir hlutir byggingar eru mælanlegir, þungann má vega og
þannig geta tæki hjálpað. Við sjáum fríðleika, hlutföll, sjáum og finnum fótagerð og
síðan blandast saman staðreyndir mælitækjanna og sjónskynið, gerður er dómur, mat á
hugsanlegu arfgengi.
Einstaklingsdómur er upphafið, síðar kemur afkvæmadómur í fyllingu tímans.
Aðalatriði er að gripurinn sé í eðlilegu ástandi líkamlegu og andlegu til að fá sem
réttastan dóm. Sé gripurinn vanhæfur, undir sinni eðlisgetu, verður réttur dómur
rangur, ræktunarlega séð og því verri en enginn. Þá er ekki fjallað um það svipfar
sem erfðirnar gefa en gerð gripsins skekkt af umhverfisþáttum. En þó allt sé normalt
eru nógir sjálfgefnir umhverfisþættir sem jafna þarf með útreikningi við gerð
kynbótaspár.
Tökum t.d. eitt atriði svipfarsins, litinn á gripnum. Hann er hægt að sjá og
skilgreina og er dæmi um þátt ræktunar sem augun greina. Afkvæmi fæðast og hafa
lit en samt er ýmist vissa eða óvissa um, hver hann verður. Með tilraunum hefur
sannast hvernig litir erfast. Sæjum við aðrar erfðir á svipaðan hátt, fækkaði
óvissuþáttunum. Kynbætur yrðu léttari, fljótvirkari. Strax við litgreiningu dýra byrja
samt skoðanir að skiptast. Það fer að vandast málið, blæbrigði, litarafbrigði og ýmis
minni einkenni t.d. glófext, blesótt, stjörnótt, sokkótt margvíslega skjótt, skjöldótt,
flekkótt o.s.frv. Þessi atriði geta skipt litlu máli við sumt búfé, aðeins orðaleikur og
gamanatriði sem sum þó gefa ræktunarstörfunum visst gildi, en er höfuðatriði í öðrum
tilfellum eins og við skinnaframleiðslu. Alla þessa hluti þarf að skilgreina og þekkja í
sundur fyrir dómara, þótt misjafnt sé notagildið. Svo er með alla aðra hluti í gerð og
fari búfjárins, þeir reyna á dómarann en hafa mismikið gildi fyrir ræktunina.