Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 262
-254-
DÓMARAR
Dómnefndir við hrossadóma eru skipaðar þremur mönnum á hinum smærri sýningum
en fimm mönnum á hinum stærri. Þriggja manna dómnefnd er ávallt fullnóg og virðist
einfaldara og betra vinnulega séð. Hins vegar er hentugt að skipta með sér verkum
til flýtisauka, t.d. að tveir annist fótaskoðun í einu o.s.frv. Viljaprófun var um tíma
framkvæmd en hefur fallið niður tvö síðustu ár. í mínum huga er hún ekki endilega
úr sögunni. Ég tel þó að reynslan hafi sýnt að útkoman verði svipuð á viljaeinkunn,
hvor leiðin sem farin er. Hins vegar er alltaf nokkur tímatöf að viljaprófuninni.
Æskilegt væri að einn dómnefndarmanna ynni það verk en þá tefði það mjög störfin.
Að hinu leytinu er spurning hvort utandómnefndarmaður ætti alfarið að ráða
einkunum, þá er kominn nýr aðili í dóminn sem formaður dómnefndar ætti að taka
ábyrgð á. Þá vaknar spurning hjá hrossaeigendum er viljaeinkunnin gefin af sérstaka
dómaranum eða hafa hinir dómnefndarmenn fært töluna upp eða niður? Hvað á að
þakka eða kenna hverjum? Hverju vill dómnefndin tala fyrir eftir á, vill hún afsaka
sig á bak við aðkomudómara? Þetta er ekki vandalaust eins og aðfinnslurnar eru
miklar og jafnvel farið að tala um einhvern hæstarétt!
Mér hefur fundist viljaprófun sem dulbúið sýningaratriði, hesteigendur græði á því
að snjall reiðmaður fari á bak hrossunum og vippi þeim til, það er mikil auglýsing.
Því sjaldan bregst prófaranum bogalistin.
öll önnur atriði hæfileika hrossanna eru dæmd sjónmati. Þetta er allt huglægt og
verður varla hárrétt. Það fellur að mínu mati allt undir sama hatt, viljinn líka. Svo
eru hrossin misvel tamin. Eftir nokkurra ára tamningu og þjálfun er löngu búið að
hefla til óknytti og gallaða lund, svo allt sýnist slétt og fellt er dómar falla, nei,
það er engin leið að girða fyrir rangar niðurstöður, ef sýnendur ekki beinlínis vilja
segja til gallanna og með því hjálpa til að útkoman verði sem skekkjuminnst á
dómunum.
Fyrsti dómskali fyrir kynbótahross, sem sögur fara af í heiminum, var mótaður af
ráðunaut Búnaðarfélags íslands og félögum hans í hestamennsku árið 1950 og notaður
það ár á fyrstu stóru landssýningu sem haldin var hérlendis, á okkar tímum allavega.
Það var á Landsmóti hestamannafélaga á Leirunum á Þingvöllum. Sá dómskali hefur
tekið miklum breytingum í tímans rás. Ég tek ekki pláss nú í það að útskýra
þróunina en vil þó ræða einstaka atriði um reynslu af notkun hans. Við nýlega
athugun á notkun einkunna við dóma kynbótahrossa, virðist normal dreifing þeirra
ekki fylgja kúrfunni nógu vel, dreifingin er miðleitnari en góð kúrfa gerir ráð fyrir.
Annað er að fyrir tveimur árum, 1986, var vægi tölts breytt með það í huga að láta
það njóta sín betur hefja það til meiri "virðingar" í skalanum en verið hafði. Töltið
hafði vægi í heildareinkunn fyrir hæfileika uppá 16,7% en hefur nú vægi 28,6%. Þessi
breyting er talin hafa mun meiri áhrif á dómeinkunn heldur en kynbótaeinkunn. Við