Ráðunautafundur - 15.02.1989, Síða 265
-257-
ræktunartakmarkið. Svo er enn í dag, bæði fyrir innlendan og útlendan markað og
hrossunum fjölgar án afláts, sem tæplega er skynsamleg stefna, þótt alltaf fjölgi
hestaáhugafólki.
í hrossarækt er tvennskonar sýningarhald, smærri sýningar í vissum landshluta,
t.d. í einum hreppi eða á einu búi, sérstakar afkvæmasýningar o.s.frv. eða þá
sýningar fyrir heilt hérað, heilan landsfjórðung og úrvalssýningar eins og
landssýningar eiga að vera. Allar byggja þessar sýningar á dómstörfum vegna
kynbótastarfsins, slík vinna og tilgangur tileinkast ræktunarstarfinu og eru aðferðir á
leiðinni til erfðaframfara.
í seinni tíð hefur hrossaræktin haft nokkra sérstöðu í sýningarhaldi fram yfir
annað búfé landsmanna vegna heilbrigiðis stofnsins. Hægt er að halda landssýningar
með þátttöku alls landsins, koma með landsúrval á búfjársýningar eins og
landbúnaðarsýningar. Þetta er mikil Ián fyrir útbreiðslustarfið. Ég minni á hve þröngt
er um þessi mál í sauðfjár- og nautgriparækt og nú er svo komið í síðar nefndu
greininni að héraðssýningar eru haldnar með litskyggnum í félagsheimilum. Það þætti
þunnur þrettándi í hrossaræktinni, þótt slík hjálpargögn séu að örðu leyti vinsæl
meðfram. En aðstæður haga nú hlutunum svo og ekkert er við því að gera.
Áhugamenn um hrossarækt vilja endilega sjá allt sjálfir, sem er mikill kostur við
þá og láta sér ekki nægja að vera mataðir á upplýsingar af ýmsu tagi.
Hestamenn vilja gera sína dóma um hrossin sem sýnd eru hverju sinni og einnig
að gera dóma á dómum dómnefndar. Ýmsir jákvæðir punktar koma fram í þessari
umræðu og skrifum, sem ber að fagna.
Kynbótahross á sýningum 1986-1988
Fjöldi alls Hryssur Stóðhestar
1986 928 780 148
1987 829 687 142
1988 1167 905 164
Mikilsvert er að landsráðunautur sem heimsækir öll hrossaræktarhéruð eigi vísan
góðan undirbúning og fái trausta aðstoð hjá héraðsráðunaut við sýningahald. Aðallega
snýst sú vinna um skipulag skráningar kynbótahrossa, sem til dóms eru væntanleg.
Þar hefur verið misbrestur á vinnubrögðum hrossaeigenda oft vantar mikið af
sjálfsögðum upplýsingum um ættir, nákvæmni í fæðingarstöðum, aldri, fyrri dómum
o.fl., o.fl. Þetta stendur allt til bóta og eiga héraðsráðunautar eða aðrir sem skráningu
stjórna að fulltryggja að ekkert vanti ella vísa hrossum frá. Nú er hvert
búnaðarsamband tölvuvætt og stutt er í það, að hvert samband hafi hjá sér alla dóma