Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 270
-262-
2. tafla. Þjóðskrárnúmer sýslna, borgar og bœja landsins.
00 Reykjavík 30 Akranes 49 Strandasýsla 67 N-Þing.
10 Kópavogur 35 Borgarfjörður 50 Siglufjörður 70 Seyðisfj.
11 Seltjarnarnes 36 Mýrasýsla, 51 Sauðárkrókur 71 Neskaupst.
13 Garðabær Borgarnes 55 V-Hún. 72 Eskifjörður
14 Hafnarfjörður 37 Snæfellsnes 56 A-Hún. 75 N-Múl.
16 Gerða-,Bessast.hr. 38 Dalasýsla 57 Skagafjörður 76 S-Múl.
Mosfellsbær 40 ísafjörður 60 Akureyri 77 A-Skaft.
22 Keflavík 41 Bolungarvík 61 Húsavík 80 Vestm.eyjar
23 Grindavík 45 A-Barðastr. 62 Ólafsfjörður 81 Selfoss
24 Njarðvík 46 V-Barðastr. 63 Dalvík 85 V-Skaft.
25 Gullbringusýsla 47 V-ísafj. 65 Eyjafjarðars. 86 Rangárv.s.
26 Kjalarnes, Kjós 48 N-ísafj. 66 S-Þing 87 Árnessýsla
Stafir sex, sjö og átta í númerinu er þriggja stafa raðtala er byrjar sem númerið
001 og endar sem 999 og þá innan hvers árs, kyns og héraðs.
Öll sýnd hross áranna 1987 og 1988 voru númeruð samkvæmt þessu kerfi og
upplýsingar um þau öll færð í tölvuskrá þar sem fram kemur; fæðingarnúmer, nafn,
uppruni, hverjum fætt, eigandi, ætt, mál, dómur og hvar og hvenær skoðað.
Dómseinkunn ræður því svo hvort hross nær færslu í ættbók B.í. skv. þeim
lágmarkskröfum er gilda á hverjum tima. Einnig hefur fjöldi hrossa frá fyrri árum
verið númeraður til að bæta ætttengingar og auka með því öryggi við útreikning
kynbótaeinkunna, sjá síðar.
Hér að framan var vikið að því að ætlunin væri að gefa skýrslufærðum folöldum
fæðingarnúmer. Þetta starf ætti að vera hægt að vinna að verulegu leyti úti í
héruðunum samtímis og færsla folaldaskýrslna fer fram. Búnaðarfélag íslands þarf þó
að hafa yfirumsjón með því starfi, sjá um skráningu og gefa út skráningarskírteini
(einsk. nafnskírteini) trippanna. Nú er lag að breyta verulega vinnubrögðum við
færslu folaldaskýrslna, vélabókhald er þar nær ekkert notað enn sem komið er og
starfið varðandi þetta skýrsluhald stendur nú mjög á krossgötum vegna óvissu með
hvað fjárveitingar varðar (sbr. áðurnefndan tekjustofn hrossaræktarsambanda). Aukin
og bætt vinna við folaldaskýrsluhaldið hefði í för með sér möguleika til stórkostlegs
vinnusparnaðar við færslu dómgagna og undirbúning héraðssýninga og annarra
kynbótasýninga. Einnig við færslu og útgáfu upprunavottorða vegna útflutnings
hrossa. Löngu er tímabært að samræma þá útgáfu öðru skýrsluhaldi í hrossarækt.
Enda getur slík útgáfa hvergi átt heima nema hjá Búnaðarfélagi íslands eðli málsins
samkvæmt.
Eins þáttar er enn þá ógetið sem miðar að festu í skýrsluhaldi og auðkenningu
hrossa en það eru viðtækar frostmerkingar. Búnaðarfélag íslands hefur haft frá árinu
1982 einkaleyfi á ákveðinni merkingaraðferð en frostmerking stórgripa hefur þekkst
áratugum saman. Frostmerkið er átta tölustafir letrað með ákveðnu táknrófi en
númerið sjálft var samræmt fæðingarnúmerinu þegar það var tekið upp og er því í