Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 272
-264-
beinlínis mun á kynbótagildi gripanna sem lausnir eru reiknaðar fyrir. Einmitt þetta
er svo verðmætt í hrossarækt því að misgömul hross sem dæmd eru á mismunandi
tíma (sýningarárum) eða með mismiklar upplýsingar að baki BLUP-mati, má bera
saman með meira öryggi en þegar notaðar eru aðrar aðferðir (t.d. kynbótagildi metið
sem frávik frá meðaltali viðkomandi sýningarárs). Sömuleiðis er tilviljanakenndur
mismunur í kynbótagildi árganga stóðhesta greindur með BLUP. Þetta gildir vitaskuld
aðeins ef módelið sem notað er lýsir tiltölulega vel raunveruleikanum. Módelið sem
hingað til hefur verið notað er nokkuð gott. Það nýttist þó vart fullkomlega fyrr en í
ár vegna þess að nú hefur gagnabankinn sem reikningarnir byggjast á verið vandlega
yfirfarinn og nýtt númerakerfi leyst gamalt og úrelt ættbókanúmerakerfi af hólmi.
Hér má þó geta tveggja veikleika módelsins sjálfs. í fyrsta lagi er í reikningunum
einungis miðað við einn grunnerfðahóp (basepopulation) sem í eru hross dæmd í
byrjun. Hross þau sem koma nú ný inn eftir dóm undan óbókfærðum foreldrum eru
tengd þeim grunnerfðahópi en réttara væri að tengja þau við undirgrunnerfðahóp sem
hefði erfðalega stöðu í samræmi við fæðingarár foreldra hrossins. Nú eru að koma
fram aðferðir sem gera kleift að byggja inn í módelið fjölmarga grunnerfðahópa svo
framangreint vandamál má leysa. í öðru lagi eru áhrif sumra eðlisþátta sem dæmdir
eru hjá hrossum í raun kvaðratisk en ekki línuleg eins og módelið gerir ráð fyrir,
dæmigerður slíkur eðlisþáttur er vilji. Það er afar flókið og hefur mikla vinnu í för
með sér að reikna með kvaðratiskum áhrifum i módeli sem þessu. Því er nærtækara að
leitast við að taka tillit til áhrifa slíkra eðlisþátta í frumvinnunni sjálfri, dómum
kynbótahrossanna.
í raun má segja að vinnuaðferðir við uppgjör dóma, þ.m.t. BLUP-kerfið, eru nú
komnar í nokkuð fastar skorður og líklega í vel viðunandi horf. Hitt er svo ljóst að
ekkert reiknikerfi er fullkomnara en forsendur þess. Við dóma kynbótahrossa fást
nær öll gögn sem okkur eru mikilvægust í hrossaræktinni. Þvi þurfum við sífellt að
vera vakandi fyrir því að bæta og fullkomna vinnubrögðin við dómstörfin. Það gefur
auga leið að hrossin þurfa að vera vel tamin og sýnd við góðar og fullnægjandi
aðstæður og dæmd af hæfum dómurum sem ekki eru reknir áfram við störf sín af
tímaleysi. Þetta eru auðskiljanlegar frumforsendur marktækra dóma og margt má um
þetta segja. Á fleira ber þó að líta, tölfræðileg greining hefur leitt i ljós að dómar
hafa harðnað mjög á tímabilinu frá 1961 sérstaklega nú síðustu árin og einnig hefur
miðleitni einkunnagjafarinnar aukist. Þannig er virki hluti dómstigans of stuttur, nær
allar einkunnir fyrir einstaka eiginleika eru nú 7,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 með einstaka
undantekningum þó sem því miður samrýmast oft ekki notkun samfellds dómstiga.
Þessir meinbugir eru nú farnir að hafa áhrif á gæði tölfræðilega uppgjörsins. Nú er
mikilvægt að ná fleiri tölum inn sem virkum einkunnum, við þurfum að gefa á
samfelldum kvarða þar sem einkunnirnar 6,5 - 7,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 9,0 eru allar
með sem virkar tölur, varast ber öll afgerandi stökk út fyrir þetta bil nema