Ráðunautafundur


Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 272

Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 272
-264- beinlínis mun á kynbótagildi gripanna sem lausnir eru reiknaðar fyrir. Einmitt þetta er svo verðmætt í hrossarækt því að misgömul hross sem dæmd eru á mismunandi tíma (sýningarárum) eða með mismiklar upplýsingar að baki BLUP-mati, má bera saman með meira öryggi en þegar notaðar eru aðrar aðferðir (t.d. kynbótagildi metið sem frávik frá meðaltali viðkomandi sýningarárs). Sömuleiðis er tilviljanakenndur mismunur í kynbótagildi árganga stóðhesta greindur með BLUP. Þetta gildir vitaskuld aðeins ef módelið sem notað er lýsir tiltölulega vel raunveruleikanum. Módelið sem hingað til hefur verið notað er nokkuð gott. Það nýttist þó vart fullkomlega fyrr en í ár vegna þess að nú hefur gagnabankinn sem reikningarnir byggjast á verið vandlega yfirfarinn og nýtt númerakerfi leyst gamalt og úrelt ættbókanúmerakerfi af hólmi. Hér má þó geta tveggja veikleika módelsins sjálfs. í fyrsta lagi er í reikningunum einungis miðað við einn grunnerfðahóp (basepopulation) sem í eru hross dæmd í byrjun. Hross þau sem koma nú ný inn eftir dóm undan óbókfærðum foreldrum eru tengd þeim grunnerfðahópi en réttara væri að tengja þau við undirgrunnerfðahóp sem hefði erfðalega stöðu í samræmi við fæðingarár foreldra hrossins. Nú eru að koma fram aðferðir sem gera kleift að byggja inn í módelið fjölmarga grunnerfðahópa svo framangreint vandamál má leysa. í öðru lagi eru áhrif sumra eðlisþátta sem dæmdir eru hjá hrossum í raun kvaðratisk en ekki línuleg eins og módelið gerir ráð fyrir, dæmigerður slíkur eðlisþáttur er vilji. Það er afar flókið og hefur mikla vinnu í för með sér að reikna með kvaðratiskum áhrifum i módeli sem þessu. Því er nærtækara að leitast við að taka tillit til áhrifa slíkra eðlisþátta í frumvinnunni sjálfri, dómum kynbótahrossanna. í raun má segja að vinnuaðferðir við uppgjör dóma, þ.m.t. BLUP-kerfið, eru nú komnar í nokkuð fastar skorður og líklega í vel viðunandi horf. Hitt er svo ljóst að ekkert reiknikerfi er fullkomnara en forsendur þess. Við dóma kynbótahrossa fást nær öll gögn sem okkur eru mikilvægust í hrossaræktinni. Þvi þurfum við sífellt að vera vakandi fyrir því að bæta og fullkomna vinnubrögðin við dómstörfin. Það gefur auga leið að hrossin þurfa að vera vel tamin og sýnd við góðar og fullnægjandi aðstæður og dæmd af hæfum dómurum sem ekki eru reknir áfram við störf sín af tímaleysi. Þetta eru auðskiljanlegar frumforsendur marktækra dóma og margt má um þetta segja. Á fleira ber þó að líta, tölfræðileg greining hefur leitt i ljós að dómar hafa harðnað mjög á tímabilinu frá 1961 sérstaklega nú síðustu árin og einnig hefur miðleitni einkunnagjafarinnar aukist. Þannig er virki hluti dómstigans of stuttur, nær allar einkunnir fyrir einstaka eiginleika eru nú 7,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 með einstaka undantekningum þó sem því miður samrýmast oft ekki notkun samfellds dómstiga. Þessir meinbugir eru nú farnir að hafa áhrif á gæði tölfræðilega uppgjörsins. Nú er mikilvægt að ná fleiri tölum inn sem virkum einkunnum, við þurfum að gefa á samfelldum kvarða þar sem einkunnirnar 6,5 - 7,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 9,0 eru allar með sem virkar tölur, varast ber öll afgerandi stökk út fyrir þetta bil nema
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280

x

Ráðunautafundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ráðunautafundur
https://timarit.is/publication/1260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.