Ráðunautafundur - 15.02.1989, Page 273
-265-
vitaskuld 1 tilvikum eins og ef hross sýnir alls ekki einhvern gang (5,0) einstaklega
litla hæfni eða lýtta byggingu (5,5-6,0) eða þá þvert á móti (9,5) og svo framvegis
því dómstiginn er á bilinu 5,0 til 10,0. Á marga fleiri þætti mætti minnast hvað mat
eiginleikanna varðar en að heildarskoðun þessa, er nú verið að vinna. í því fellst
samning stigunarkvarða og fleira.
ÚTGÁFUSTARF
Nú fá allir eigendur sýningarhrossa send skjöl um hross sin. Þessi skjöl eru send út
þegar endanlegu uppgjöri dóma er lokið. Þessir seðlar eru í stærðinni A5 og kemur
fram á þeim: númer nafn og uppruni, litur, hverjum fætt, eigandi, ætt, bandmál,
dómur, sýningarstaður, dagsetning og kynbótagildismat (BLUP) hvers hross. Þessari
útgáfu verður breytt þegar skýrsluhaldið kemst í sitt endanlega form, sjá þar.
Megin útgáfustarf í hrossarækt er fólgið í útgáfu ársritsins: Hrossaræktin. Nú er
4. árgangur ritsins í vinnslu og kemur það rit út x mars. Hrossaræktin 1988 verður
um 220 síður í sama broti og fyrri rit og mun innihalda ættbók kynbótahrossa 1988
og greinar um; sýningarhald ársins 1988, BLUP-kerfið m.a. verða einkunnir og spár
helstu undaneldishrossa birtar (gildandi tölur fyrir árið 1989) , Stóðhestastöð á árinu
1988, kynbótabúið á Hólum og fleira. Fastlega má reikna með að útgáfa þessa ársrits
sé komin í fastar skorður.
LOKAORÐ
Til að erindi þetta gefi sem heilstæðast yfirlit yfir úrvinnslustarfið í hrossaræktinni
verður vikið nokkrum orðum að kynbótaskipulagningu þeirrar búgreinar (samanber M.
Sc. verkefni höfundar).
Erfðaframförin 1 íslenska hrossastofninum hámarkast sé úrvalið byggt á BLUP-mati
hrossanna og því hagað í samræmi við niðurstöður kynbótaáætlunar. Við samningu
hennar var rannsakað samspil þáttanna þriggja sem ráða hraða
erfðaframfarar (deltaG en þeir eru úrvalsstyrkleiki (i), öryggi úrvals (rGI) og Iengd
ættiiðabils (L) auk erfðabreytileikans (sigmaG) skv. formúlunni:
^ Q = ÍT • <3 / L
ar gi q/
í íslenskri hrossarækt á sér stað fleirstigaúrval, hægt er að tala um þriggja stiga
úrval stóðhesta þar sem fyrsta stigið á sér stað þegar ákveðið er hvaða ungfolar skulu
geltir og hverjir ekki (aldur 1 til 3 vetra), annað stigið eftir einstaklingsdóm ungra
stóðhesta (4-6 vetra) og þriðja stigið eftir afkvæmadóm þeirra eldri.þegar hestarnir
eru 10-12 vetra. Niðurstöður útreikninga sýndu svo ekki yrði um villst að leggja ber
mikla áherslu á að ala upp sem flesta vel útlítandi og ágætlega ættaða ungfola,
ógelta.