Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2016, Síða 4
4 Fréttir Helgarblað 4.–7. mars 2016 Persónugerður markpóstur er mælanlegur miðill og árangursríkur www.umslag.is2010- 2014 Umslag tryggir hámarksárangur við útsendingu markpósts • Mismunandi skilaboð • Mismunandi myndir • Mismunandi markhópar Við getum prentað nöfn og heimilisföng á allan mark- póst. Stór og lítil upplög. Markhópalistar eru í boði sé þess óskað eða við áritum eftir þínum excel lista. }Ein prentun *Samkvæmt könnun Gallup á meðal markaðsstjóra um notkun á miðlum árið 2015 mun markpóstur vera næsta val á eftir internetinu. 31% auglýsenda ætla að nota markpóst meira árið 2015* - hvað ætlar þú að gera? Helgi í Góu gefst ekki upp n Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði höfnuðu beiðni Helga um fjölbýlishús á Völlunum Þ að getur vel verið að ég fari í heimsókn til þeirra eftir páska en ég vorkenni mönn­ um sem þurfa að lifa á þessu og mæta svona mikilli nei­ kvæðni,“ segir Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við sælgætisframleið­ andann Góu, um samskipti sín við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði sem vilja ekki leyfa honum að byggja þriggja hæða fjölbýlishús á lóð sem hann keypti rétt fyrir hrun. Helgi krafði bæjarstjórn Hafnarfjarðar um svör í bréfi sem hann sendi fyrir rúmu ári vegna áforma um að byggja fjölbýlis­ hús með um 20 íbúðum fyrir ungt fólk á lóðinni Tjarnarvellir 13. „Ég er alveg gáttaður á því að þeir vilji ekki láta menn byggja þarna og bærinn fái fasteignagjöld því nóg skuldar Hafnarfjarðarbær,“ segir Helgi. Vildi byggja KFC Samkvæmt gildandi deiliskipulagi svæðisins þar sem lóð Helga er stað­ sett eiga Tjarnarvellir að fara undir verslanir og aðra þjónustustarfsemi. DV hefur greint frá deilum Helga við bæjaryfirvöld vegna lóðarinn­ ar sem átti áður að fara undir KFC­ veitingastað. Helgi, sem er eigandi KFC­veitingastaðanna á Íslandi, sagði þá breyttar forsendur hafa leitt til þess að ekkert varð af þeim áform­ um. Hann hafi haustið 2012 rætt við bæjarfulltrúa um að deiliskipulaginu yrði breytt þannig Helgi gæti byggt þar hús með atvinnustarfsemi á jarð­ hæð og litlum íbúðum eða hótel­ íbúðum á efri hæðum. Bæjaryfirvöld tóku jákvætt í erindið en Helgi hætti síðar við þá hugmynd. Fékk hann arkitekta til að teikna þriggja hæða fjölbýlishús með 50 fermetra íbúðum á lóð sem er á milli atvinnu húsnæðis sem hefur meira og minna staðið tómt síðustu ár og verslunar Bónuss. „Bæjarfulltrúarnir hafa engan áhuga enda eru þeir á vernduðum vinnustað og segja nei við alla. Ég vona að þessir menn þroskist og sjái að þeir hljóti að vilja byggja á þess­ um lóðum. Þeir vilja kannski ekki fá fasteignagjöld. Þessar lóðir hafa verið tilbúnar í tíu ár, malbikaðar og allt, og það sem menn sögðu fyrir tíu árum virkar kannski ekkert í dag. En verkin tala,“ segir Helgi og held­ ur áfram: „Einhver hvíslaði því að mér að ef ég myndi láta þetta heita hótel­ íbúðir þá gæti þetta gengið. En ég nenni ekki að standa í einhverjum skrípaleik eins og lítið barn í sand­ kassa. Það væri hrikalegt ef maður væri byggingabraskari, og þyrfti að lifa á þessu, hvernig þessir menn koma fram. Ég er sem betur fer með fleiri en eitt egg í körfunni en það væri hryllingur að þurfa að eiga við þessa þverhausa alla daga.“ Mikil uppbygging Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags­ og byggingarráðs Hafnar­ fjarðarbæjar, sagði í samtali við DV í janúar í fyrra að bæjaryfirvöld hefðu þá ekki fengið formlega umsókn frá Helga um að deiliskipulagi lóðarinn­ ar yrði breytt. „En ég held að það sé ekki mikil stemning fyrir því að setja íbúðir inn í þennan kjarna þarna, sem hugsaður er fyrir verslun og þjón­ ustu. Það er vaxandi starfsemi þarna í hverfinu og við erum að fá hótel og fleira í þessa götu og hverfið og það verður aukin þörf fyrir ýmsa þjón­ ustu á þessi svæði,“ sagði Ólafur. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Ég er sem betur fer með fleiri en eitt egg í körfunni en það væri hryllingur að þurfa að eiga við þessa þver- hausa alla daga. Við lóðina Helgi Vilhjálmsson heldur hér á teikningu af þriggja hæða fjölbýlishúsinu sem hann vill byggja á lóðinni sem hann keypti rétt fyrir hrun. Mynd SiGtryGGur Ari N ei, ég ætla bara að bíða með að velta því mikið fyrir mér,“ segir Árni Páll Árnason, for­ maður Samfylkingarinnar, aðspurður hvort hann hafi tekið ákvörðun um hvort hann bjóði sig fram til formennsku á ný á lands­ fundi flokksins í júní næstkomandi. Framkvæmdastjórn Samfylkingar­ innar ákvað að flýta landsfundinum í síðasta mánuði. „Við erum á fullu núna í sam­ tali innan flokks í framhaldi bréfsins sem ég sendi. Það eru fundir úti um allt land sem ganga mjög vel. Ég ætla að einbeita mér að því næstu vik­ ur,“ bætir hann við í samtali við DV. Bréfið sem hann vísar til sendi hann á flokksfélaga sína, í kjölfar ákvörðun­ ar framkvæmdastjórnarinnar um að flýta landsfundi, þar sem hann kall­ aði eftir uppgjöri flokksins við mis­ tök sín á umliðnum árum. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hríðfallið á undanförnum misser­ um og mældist aðeins 9,7 prósent í könnun Gallup þann 29. febrúar síðastliðinn. Árni vill þó ekki meina að hann liggi sérstaklega undir feldi varðandi framhaldið. „Ég er bara úti um allar trissur og ekkert að hugsa um þetta. Ég geri það bara seinna.“ n mikael@dv.is Hefur ekki gert upp hug sinn Árni Páll með hugann við annað en formannsframboð Samtal innan flokksins Árni Páll hefur ekkert ákveðið varðandi formannsframboð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.